Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 74
72
HÚNAVAKA
hafa verið bundin við þann hluta Þings, sem liggur vestan Vatnsdalsár
og Húnavatns.
í íslendingasögum er Þingeyrasveitar hvergi getið nema í sambandi
við landnám Ásmundar. Og hlutur Þingeyra er ekki heldur hár, því
þeirra er aðeins getið tvisvar. I Landnámabók er sagt: „Þar er Stíg-
andahróf hjá Þingeyrum“. og í Heiðarvíga sögu: „Nú munu vera
mannamót,“ segir Þórarinn, „á milli Hóps og Húnavatns, þar sem
heitir Þingeyrar. . . . Mun nú vera þar fjölmennt.“ Fleira er ekki sagt í
þeim bókum um þann fræga stað. Er því helst að sjá að á söguöld hafi
hann lítið komið við sögu Húnvetninga. En með klaustrinu rís vegur
Þingeyra hátt, og í Sturlunga sögu og Biskupa sögum er margt þaðan
sagt, en nafn sveitarinnar kemur hvergi fram. Mun þess ekki hafa
verið talin þörf, staðurinn var svo alkunnur og átti sér engan nafna.
í fslendinga sögum eru aðeins tvö örnefni kennd við húna: Húna-
vatn og Húnavatnsós, nema hvað Húnaland er nefnt í einni vísu eftir
Kormák skáld. I Grettis sögu er margt sagt um Önund tréfót og
siglingu hans til fslands. Þeir lentu í miklum hrakningum fyrir norðan
land og rak til hafs. Loks brá til betri áttar. „Sigldu þeir þá að landinu.
Kenndust þá við þeir, er áður höfðu farið, að þeir voru komnir vestur
fyrir Skaga. Sigldu þeir inn Strandaflóa og nær Suður-Ströndunum.“
Er ekki um að villast að þar er átt við vesturhluta Húnaflóa. í Sturl-
unga sögu er jafnan talað um Flóa, en ekki Húnaflóa, þegar sagt er frá
sjóorustunni miklu milli Kolbeins unga og Þórðar kakala, sem síðar
hlaut nafnið Flóabardagi. Virðist því greinilegt að heitið Húnaflói er
yngra en Sturlunga saga.
Nafnið Húnafjörður hefur aldrei náð almennri festu meðal Hún-
vetninga, en það er að finna á gömlum kortum og ef til vill er það frá
kortagerðarmönnum komið á einn eða annan hátt. Vatnsdæla saga
getur þrisvar um skipkomu í Húnavatnsós og í mörgum íslendinga
sögum er sagt frá skipkomu í Blönduós. Það er því víst, að skipkomur
voru tíðar á þessum firði, en nafnlaus virðist hann hafa verið, þegar
sögurnar voru ritaðar, eða talinn með Flóa (Húnaflóa) eins og flestir
Húnvetningar gera enn.
Ljóst er að á landnámsárum íngimundar gamla gat engin sveit í
Húnavatnssýslu heitið Þingeyrasveit, því að þing var ekki sett þar fyrr
en síðar, og ekki er að sjá að nafnið hafi átt sér langan aldur, jafnvel
ekki náð út fyrir raðir sagnaritaranna. En hvað hefur hún þá verið
nefnd í almennu tali?