Húnavaka - 01.05.1980, Síða 75
HÚNAVAKA
73
í Fornbréfasafni Bókmenntafélagsins er bréf dagsett 2. júní 1401.
Fjallar það um ættleiðingu á arfi og hefst með þessum orðum: „Tólf
menn votta. . ..“ Síðan eru nöfn þeirra rituð. í skýringagrein segir
útgefandi: „Frumritið á skinni, tólf innsigli hafa verið við bréfið, en
þau eru nú öll dottin frá nema 1. 3. 5. og 8. sem eru enn við, en meira
og minna brákuð.“ Bréfið er undirritað „að Þingeyrum í Vatnsdal.“
Annað bréf hefst með nöfnum sex manna og lýkur þannig: „Þá setjum
vér vor innsigli neðan fyrir þetta vitnisburðarbréf hvert skrifað var á
Þingeyrum í Vatnsdal þann fyrsta dag september Anno 1568.“ í
mörgum fleiri bréfum í þessu safni eru Þingeyrar kenndar við Vatns-
dal.
Enn líður langur tími þar til Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín er gerð. Þar segir: „Þingeyrasveit heitir hreppurinn að fornu.
almennilega kallaður Neðri Vatnsdalshreppur. Það er og kallað í
Þinginu.“ Gerðir Árna og Páls varðandi jarðir í hreppnum votta tveir
menn. Er það plagg undirritað að „Steinnesi í Þingeyrasveit þann 10.
Júní Anno 1713.“ Er sennilegt að hér hafi sagnfræðingurinn Árni
Magnússon og félagi hans, Páll Vídalín, ráðið nafni sveitarinnar og
byggt það á íslendinga sögum.
Þrettán árum áður en jarðamatið var undirritað þinglýsir Lárus
Gottrup lögmaður á Þingeyrum eign sinni á þrem jörðum og eru bréf
um það birt í Jarðabókinni. Hið fyrsta hefst með þessum orðum: ,Jeg
Lauridtz Christiansson Gottrup lögfesti hér í dag eign mína jörðina
Leysingjastaði XX hundruð að dýrleika, er liggur í Neðri Vatnsdal og
Þingeyraklausturs kirkjusókn.“ Hinar jarðirnar eru Hagi og Geira-
staðir, báðar taldar í Neðri Vatnsdal, en kirkjusóknar ekki getið.
Bréfunum fylgir þessi vottfesting: „Að Sveinsstöðum í Neðri Vatnsdal,
settu þriggja hreppa þingi af hr. lögmanninum eðla Lauridtz Christi-
ansson Gottrup, var þessi lögfesta sama staðar auglýst og upplesin
þann 17. dag Januarii Anno 1700, að þingsóknarmönnum áheyrandi,
hvörjir til merkis eru. . . .“ Síðan koma nöfn vottanna. Naumast
verður efast um að hér hafi verið farið með nafn sveitarinnar sam-
kvæmt ríkjandi málvenjum.
Björn Blöndal sýslumaður í Hvammi ritar yfirlit yfir sýsluna i
Sýslu- og sóknalýsingar. Er það undirritað 1840. Þar segir hann: „Þar
fyrir vestan (þ.e. vestan Ása) er sveit sú, er nefnist Þing, fyrr meir Ytri-
eða Neðri-Vatnsdalurinn, í hverri liggur Húnavatn, er sýslan tekur
nafn af, og suður af því er Vatnsdalur (áður Fremri-Vatnsdalur).“