Húnavaka - 01.05.1980, Side 77
GRÍMUR GÍSLASON frá Saurbœ:
Örnefni við Blönduós
Skráð eftir frásögn Bjarna Einarssonar á Blönduósi
Það var laugardaginn 4. febrúar 1978 að Bjarni Einarsson kom til
mín til þess að segja mér frá örnefnum o.fl. hér á Blönduósi. Við
ræddum um svæðið hér innan Blöndu þennan dag, og meira komst
ekki í verk. Fljótlega átti að hittast aftur og skömmu síðar hringdi ég til
Bjarna, en hann var þá lasinn af kvefi, og óskaði að fresta frekara
spjalli þar til hann væri aftur orðinn hress. Hann kvað ekkert liggja á,
„við lifum ábyggilega vel ár í viðbót“ sagði hann. En það reyndist ekki
svo. Tíminn hélt áfram að líða nokkuð fram á sumarið, og ekki varð af
frekara spjalli á milli okkar. Svo var hann allt í einu allur, og fróð-
leikurinn, sem hann ætlaði að miðla mér, fór með honum í gröfina. En
hér kemur rabbið okkar febrúardaginn og ég byrjaði þannig:
Viltu nú segja me'r Bjarni hvar og hvenœr þú ert fœddur, og hvemig leið þín lá
hingað til Blönduóss?
Fæddur er ég á Geirastöðum 3. ágúst árið 1897. Foreldrar mínir
Einar Einarsson og Margrét Þorsteinsdóttir bjuggu þar þá. Um vet-
urinn 1901 lá móðir mín veik í eina fjóra mánuði. Henni var sagt að
hún kæmist aldrei til heilsu aftur, og þess vegna brugðu foreldrar
mínir búi og fluttu í húsmennsku út að Hjaltabakka, eða í svonefnt
Hjaltabakkakot. Þar erum við í þrjú ár eða til ársins 1904. Þá flytjum
við til Blönduóss. Faðir minn hafði þá komist í fullkomna vinnu hjá
Höepfnersverslun, og Höepfnersverslun átti hús, sem hafði verið byggt
yfir Sigtrygg nokkurn Benediktsson, er var verslunarmaður hjá
Höepfner. Kona hans var fyrsti barnakennari, sem kenndi yfirleitt
öllum börnum — ekki bara kaupmannsbörnum, en þau höfðu auð-
vitað sína kennara frá upphafi. Hún hafði dáið um 1900, og eftir það
flutti Sigtryggur burtu, vestur að Breiðabólstað. Konan hafði verið
systir séra Hálfdáns, og því fór Sigtryggur með dóttur sína þangað.
Árið 1904 er húsið því laust og faðir minn nær kaupi á því fyrir 300