Húnavaka - 01.05.1980, Síða 80
78
HÚNAVAKA
meira æti. Silungsgangan í Blöndu var líka mjög mikil þótt hún sjáist
aldrei núna.
Viðkomandi örnefnum Bjarni, eru þetta þau neðstu hér með ánniP
Já, nema seinna fórum við að kalla klappirnar hjá Einarsnesi:
Neðstuklöpp, Efstuköpp og Miðklöpp. Upp með ánni voru svo Klifa-
kot og Klifakotslækurinn. Stór gjá er svo neðst í Klifinu og þar er sagt
að hafi verið aftökustaður — farið fram hengingar. Mjög þægilegt að
hrinda manni fram af og hann var dauður um leið. Sögn er til um það
að ef mistókst að hengja mann á Svarthamri, sem er beint austur af
Kagaðarhóli, þá hafi verið farið með hann þarna ofan á Klifið, í gjána.
Var ekkifyrsta rafstöðin á þessum slóðum?
Jú, hún var fyrir neðan bergið, en það var ekki Klifakotslækurinn
sem var notaður beint, heldur var farið með hann niður með veginum
og sameinaður læk, sem kom úr Dýhólnum, og það var einmitt við
þann læk, sem Thomsen var drepinn. Þarna var vond kelda og ekki
hægt að komast nema með ánni, eða þá niður melana og Miðholtið.
Landinu hallaði inn frá ánni, og þar voru mógrafir og afleitt foræði,
t.d. var mótekja þar sem nú er læknisbústaðurinn.
Upp með ánni eru Lynghólar, efri og neðri. Kleifatúnið nær nú upp
með þeim neðri, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og
Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf.
Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka?
Já. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og
vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Var það
sjaldan nefnt og er nú horfið vegna malartöku. Þar á móti ofan við
lækinn, sem beygir niður með Kleifatúninu og veginum, er lítill hóll
strýtumyndaður, sem heitir Arnarhóll. Ef við höldum í vestur frá
Dýhólnum komum við á Miðholtið og Skógargata heitir slóð, sem
liggur núna vestan við flugvöllinn. Móarnir hafa allir verið kjarri
vaxnir og þetta var vegur í gegnum þá. Önnur leið var austar og yfir
Laxá rétt ofan við hitaveitustokkinn. Hún lá neðan frá Klaufunum.
Og svo var lestavegurinn, en hann var mikið ofar, og bar þess merki að
hafa verið mikið farinn, margar samhliða götur. Maður sá fyrir veg-
inum upp með Hnjúkatjörninni að norðan og alla leið að Hrafnseyr-
arvaði við Blöndu. Það hét Reiðmannaklauf í gegnum melana austan
við Hnjúkatjörnina. Þessi vegur er frá landnámstíð. f Vatnsdælasögu
er talað um að maður frá Hnjúkum hafi verið drepinn í nágrenni
Hrafnseyrarvaðs. Þessi vegur lá alla leið neðan frá Húnsstaðahorni.