Húnavaka - 01.05.1980, Page 81
HÚNAVAKA
79
Vaðið var þar á Laxá — lestavaðið — og svo var farið upp með ánni að
norðan, rétt upp fyrir gömlu brúna. Þar sveigði vegurinn norður um
Hjaltabakkatún, og svo austur um svokallaðan Reiðhól upp við Laxá,
þar sem nú er veiðimannakofi austan í melnum. Þessi leið lá vestan
yfir Húnavatn og Bjargós, því að þegar ég kom hér versluðu þeir, sem
bjuggu austan á Vatnsnesinu við Höepfner og ég man eftir að það kom
maður frá Gnýstöðum í verslunarerindum til Blönduóss. Eggert Levý
á Ósum var útibússtjóri á Ósum fyrir Höepfnersverslun, og vörurnar
voru fluttar í Sigríðarstaðaós. Ég held að það hafi verið byrjað á þessu
1912 og menn gátu tekið út í reikning sinn þar, alveg eins og á
Blönduósi. Vatnsnesingar munu hafa verslað við Höepfner þar til
vegurinn komst til Hvammstanga þaðan utan að. Vatnsnesingar
komu oft hér vestan yfir flóann á bátum. Eg man eftir Ósamönnum og
þeim frá Súluvöllum, Valdalæk, Krossanesi og Hindisvík. Það var
sætt lagi í góðu veðri og bátunum var rennt hér upp í sandinn. Þeir
máttu passa sig að fjara ekki inni ef stórstreymt var.
Jceja Bjarni, ef við víkjum aftur að örnefnunum. Þú varst búinn að nefna
Miðholtið og svo er það Háabrekkan.
Já, og Litlidalur og Litlidalslækurinn, sem kemur úr Miðholtsmýr-
inni. Dalurinn hefði nú alveg eins mátt heita Ástadalur. Þetta var eina
afdrepið hér til þess að hittast frá báðum áttum, annars vegar að koma
eftir veginum og hins vegar að koma með sjónum. — Svo er Drauga-
gilið, en það urðu merkin á milli Blönduóss og Hjaltabakka.
Dregurþað nafn af þeim voveiflegu atburðum sem þar urðu og sagnir eru til um?
Ég held varla, heldur af því hvað það er svart og víkin þar innar
heitir Svartavík. Svo rak nú þarna kvenmann frá Fremstagili, sem
hafði fyrirfarið sér í Blöndu. Þetta mun hafa verið milli 1880-1890, og
líkið var flutt heim að Hjaltabakka. Hannes nokkur var vetrarmaður á
Hjaltabakka og hann fann stúlkuna. Stúlkan launaði Hannesi fyrir
björgunina.
Skömmu seinna vantaði hann fjórar kindur og það gerði stórhríð
um nóttina. Hannes vaknaði við að stúlkan kallaði: „Hanni, Hanni,
það er komin hríð“. Hannes brá við, klæddi sig og fór til húsanna.
Kindurnar voru þar þá.
Er þessi saga nokkurs staðar skráð?
Nei, en hún er ekki verri en hver önnur. Móðir min sagði mér
söguna. Hún var meira fyrir dulspeki en faðir minn.
Segðu mér Bjarni, voru foreldrar þínir síðustu búendur í Hjaltabakkakoti?