Húnavaka - 01.05.1980, Page 82
80
HÚNAVAKA
Nei, nei, — margir búendur eftir þau. Þar bjuggu t.d. tveir bræður
hvor á eftir öðrum Jón Jónsson og Arnljótur Jónsson sem báðir urðu
svo Blönduósingar.
Hjaltabakkakot stóð þar sem hæst ber norðan við Hjaltabakka, en
kirkjan stóð í kirkjugarðinum þar suður í túninu.
Var ekki útgerð héðanfrá Blönduósi?
Hún var eiginlega að hverfa þegar ég kom hingað, en það voru til
einir sex bátar — árabátar. Möller átti þrjá nokkuð stóra báta. Jóhann
Möller dó haustið áður en ég kom hingað. Það var aðeins einn bátur
sjósettur eftir það, en tveir stóðu hér undir húsunum. Þeir hétu Tommi
og Kiddi eftir þeim Möllers bræðrum. Svo var sunnlendingur hér með
nokkuð stóran bát. Hann hafði og hús úti í Eyjareyju. Jóhann Möller
hafði beitt sér fyrir því að byggð var bryggja fyrir norðan ána, þar sem
nú er hafskipabryggjan. Hann byggði hana á eigin kostnað vegna
útgerðarinnar. Möller hafði fengið Einar bónda á Hraunum í Fljótum
til þess að velja fyrir sig bryggjustæðið og sá Einar um verkið fyrir
Möller. Það mun hafa verið fyrir 1890.
Síðan er byggð bryggja hér fyrir innan ána?
Já, en það er ekki fyrr en 1922 og hana dagaði uppi, og var aldrei
fullgerð og enginn vegur frá henni. Verslanirnar voru líka að líða
undir lok hér innan árinnar. Bryggjan var eiginlega reynslusmíði.
Hlaðin úr steyptum steinum.
Hver varyfirsmiður við bryggjugerðina?
Hann hét Jóhann Ólafsson og hafði hann áður stjórnað brúarsmíði
á Vatnsdalsá hjá Hnausum árið 1919. I millitíðinni byggði Jóhann
brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi.
Hvar voru mið Blönduósbátanna?
Þau voru nú aðallega hér út með, en svo var róið hér vestur í flóann
þar til Hvammshjallinn kom undan fjallinu. Það hét að fara á Hjalla.
Svo var Undirfellið notað sem mið mjög mikið hér norður með. En það
var miklu styttra á þau mið. Þau voru mikið notuð frá Skagaströnd og
Skagstrendingar notuðu líka sem mið, kennileiti norður í Skagafjöll-
um.
Þar með lauk segulbandsupptöku þeirri, sem framanritað er byggt
á. Nokkru af því, sem kemur fram í viðtalinu, er sleppt í þessum þætti,
þar sem ég áleit að það lengdi hann um of og skipti litlu máli eða engu.
Segulbandsupptakan sjálf verður geymd í Héraðsskjalasafni