Húnavaka - 01.05.1980, Page 83
HÚNAVAKA
81
Austur-Húnavatnssýslu, og þar með varðveitist hin hressilega rödd og
frásagnarstíll Bjarna Einarssonar. í framanskráðum þætti er orðfæri
Bjarna látið halda sér, svo sem unnt var, en eitt og annað, sem spyrj-
andi sagði, til þess að fá sem skýrust svör, látið kyrrt liggja.
KRAMBÚÐIR OG HIMINTEIKN
Anno 1756: Krambúðir í Höfða- og Hofsóskaupstöðum voru af sýslumönnum
opnaðar og hið nauðsynlegasta, eftir þvi sem til var, fólki útlánað. Þau skip komust ei
til landsins fyrir rekísi og lágu við Noreg um veturinn, fengu og befalning frá
Kaupinhafn að halda ei heim, heldur liggja þar og sigla við fyrstu lélegheit til landsins
sökum þessara harðinda.
Þann 4. Septembris um dagmál og þar eftir sást himinteikn sem nokkrir nefndu
veðrahjálm. Það var hringur kringum sólina með fjórum sólum yfir, undan, undir og
eftir, þar utan yfir annar hringur og margir hringar út frá, allir með sólum, vist 12 eður
14. Að kvöldi þess 5. septembris fór undan og eftir tungli.
Engir skólapiltar fengu þá inntöku í Hólaskóla utan þeir sjálfir sig fæddu. Voru þeir
fáir og alleina að norðan.
Einn maður drukknaði i Blöndu um vorið og eitt ungmenni.
Höskuldsstaðaannáll.
KURBRANDSMÝRI.
Rugla bjó til forna í Rugludal í Húnavatnssýslu. Smala hélt hún sem Kurbrandur
hét. Kurbrandur hafði örðuga smalamennsku, þvi að fyrst og fremst var fénaðarferð
mjög örðug i Rugludal, og svo varð hann ávallt að bera strokkinn á bakinu, er hann
smalaði ánum.
Rugla kerling var skapstór, og þóttist Kurbrandur vita, að hann mundi fá að kenna
á þvi, ef hann kæmi heim með strokkinn óskekinn. Hann lagði sig þvi í lima með að
láta það ekki koma fyrir og tókst honum það lengi vel. Einu sinni varð honum það
samt á að koma heim með strokkinn hálfskekinn. Rugla brást illa við og gerði hún sig
liklega til að lemja Kurbrand, en hann sá sitt óvænna og tók á rás undan. Rugla elti
hann fram á heiði og dró hvorki sundur né saman, en að lokum festist Kurbrandur í
mýri einni. Þar náði Rugla honum og réð honum þegar bana. Síðan dregur mýrin
nafn af þessu og er nefnd Kurbrandsmýri.
Þjóðsögur Ó. D.
6