Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 84
JÓN BENEDIKTSSON frá Höfnum:
Um æðarfugl og æðardún
Vegna dúnsins hefur æðarfuglinn verið arðsamastur villtra fugla á
íslandi um langan tíma. Snemma tóku menn eftir því, að fuglinn
virtist hafa öryggi af manninum og tileinkaði sér vernd frá hans hendi.
En vernd mannsins er einkum fólgin í því að friða fuglinn fyrir alls
konar óvinum, sem á hann sækja, má þar til nefna mink, tófu svo og
flugvarg hrafn, svartbak og kjóa.
Ákjósanlegasta varpland eru eyjar og sjávarhólmar, en óheppilegra
er hrís- og kjarrlendi. Það torveldar hreinsun á dúninum. í varpland-
inu er með ýmsu móti hægt að búa í haginn fyrir fuglinn, svo sem með
skjólgörðum og alls konar skýlum, gera hreiðurholur og láta þurrt hey
í botninn, þá hefur reynst vel að nota til hreiðurgerðar hjólbarða
undan smábílum, er þeim þá skipt í tvennt eftir miðju þannig að tveir
hringar koma úr hverjum hjólbarða. I varplandinu er gott að hafa
litmikil flögg á lágum stöngum, en með því gerist tvennt í senn,
fuglinn fær augnayndi, en flugvargur fær ótta af. Best er að hafa
varplandið tilbúið nokkru áður en varp hefst, en vera síðan sem
sjaldnast á ferð, meðan fuglinn er að kanna landið og hefja varp.
Ef tíðarfar er gott getur fuglinn byrjað að verpa snemma í maí en sé
slæm tíð og kuldi getur það dregist um rúman hálfan mánuð.
Nokkuð er á reiki um eggjafjölda hjá æðarfuglinum, en venjulega
verpir hann fjórum til fimm eggjum.
Þegar fuglinn er fullorpinn, fer hann að fella af sér dúninn, til þess
að halda hlýju að eggjunum. í eitt kg af fullhreinsuðum æðardún þarf
dún úr fimmtíu og fimm til sextíu hreiðrum.
Æðardúnninn er eftirsótt og verðmikil vara, því er mjög áríðandi að
hirðing hans og meðferð, sé framkvæmd, með sem bestum hætti frá
byrjun.
Þegar nokkurt dúnmagn er komið í hreiðrið, er hafin fyrsta ferð til
dúntöku. Best er að taka dúnkörfuna alveg upp úr hreiðrinu, setja
síðan þurrt hey í hreiðurbotninn og skilja eftir helminginn af dúnin-