Húnavaka - 01.05.1980, Page 87
BJARNIJÓNSSON, Haga:
Harðsótt heyband
i.
Heybinding
Þeim fækkar nú óðum, sem tóku þátt í að binda hey heim af
engjum, og flytja á hestum, oft langar leiðir. Því datt mér í hug að rifja
upp minningar frá þeim tíma og segja frá þvi, er ég í síðasta skipti
flutti hey heim á hestum austan af Eylendi, eða nánar tiltekið af
Steinnesengi. Hér í Haga var frekar lítið tún, sem og víða annars
staðar fram um 1950, er jarðýtur og skurðgröfur komu til sögunnar, og
skriður komst á ræktun. Það var því þrautaráð mitt, 20 fyrstu bú-
skaparár mín að fá lánað engi á Eylendinu, ýmist á Þingeyrum eða í
Steinnesi.
Sumarið 1942 fór ég strax upp úr mánaðamótum júli og ágúst að
heyja á Steinnesengi. Eftir hálfan mánuð hafði ég náð talsvert miklu
heyi upp í sæti, og taldi nauðsynlegt að ná einhverju af því heim
fljótlega, þar sem töðufengur var með minnsta móti, en meirihlutann
af því, sem ég heyjaði á Eylendinu, setti ég venjulega í fúlgu og flutti á
sleða að vetrinum. Til þess að heyband og flutningur gæti gengið
sæmilega, taldi ég þurfa 10 manns og 25 hesta. Á heimilinu voru bara
við hjónin og unglingsdrengur, fimm hestar og reiðskapur á þá. Hitt
þurfti ég að fá að láni. Á þeim tíma var oft aðalundirbúningurinn við
að fá bæði fólk í vinnu og lánaða hesta, og að samræma það ástæðum
þeirra, sem þurfti að leita til. Þá var venjan að vinnan væri borguð
aftur í vinnu. Þetta tókst og næsta laugardag var ákveðið að leggja í
þetta.
Sigurjón Sigvaldason, sem þá var bóndi á Leysingjastöðum, fékk ég
til þess að binda. Hann var bráðduglegur og vandvirkur, en sérstak-
lega reið á að vel væri bundið, þar sem flytja þurfti svo langt. Tvær
stúlkur fékk ég í Steinnesi til að vera í bandinu með Sigurjóni og