Húnavaka - 01.05.1980, Page 90
HÚNVETNINGAFÉLAG SUÐURLANDS, Selfossi:
Tíu ára starf
Þann 27. febrúar árið 1969 voru rúmlega 35 brottfluttir Húnvetn-
ingar staddir að Hótel Selfoss á Selfossi til þess að ræða um það,
hvernig best mætti treysta ættarböndin við heimaslóðirnar. Pétur M.
Sigurðsson, þá bóndi í Austurkoti í Sandvíkurhreppi, setti samkom-
una, en hann og Skúli Jónsson frá Þórormstungu höfðu boðað til þessa
fundar og undirbúið hann.
Fundarmenn samþykktu einróma að stofna átthagafélag, og gáfu
því nafnið Húnvetningafélag Suðurlands. Síðan voru félaginu samin
lög, þar sem félagssvæðið var ákveðið allt Suðurland austan Hellis-
heiðar og öllum boðin þátttaka, „sem eru fæddir Húnvetningar eða
bundnir þar átthagaböndum, svo og makar þeirra.“ Tilgangi sínum
hugðist félagið ná „með samkomum, við ýmsa skemmtan, og hvað
annað, er hæfilegt þykir.“
Fyrstu stjórn Húnvetningafélags Suðurlands skipuðu:
Pétur M. Sigurðsson frá Fremstagili, formaður,
Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum, ritari,
Ingibjörg Árnadóttir frá Miðgili, gjaldkeri,
Skúli Jónsson frá Þórormstungu, varaformaður,
Þórður Snæbjörnsson frá Snæringsstöðum, vararitari.
Skammt var aðgerða í félagsmálum eftir þennan árangursrika
stofnfund. Þann 19. mars 1969 var nýkjörin stjórn á fyrsta fundi sínum
að Gerði í Þykkvabæ, skipti með sér verkefnum og fór að skipuleggja
starfið. Var þar fyrst ákveðin kvöldvaka, sem haldin var í Tryggva-
skála á Selfossi þann 19. apríl sama ár. Þar var sumarstarfið rætt og
helst ráðgert að fara í skemmtiferð inn á Hveravelli. Spiluð var fé-
lagsvist með almennri þátttöku kvöldvökugesta. Guðmundur Jósa-
fatsson á Brandsstöðum sagði nokkrar gamansögur úr Húnaþingi, og
spurningakeppni var milli þeirra Húnvetninga, sem bjuggu utan
Ölfusár og hinna milli Þjórsár og Ölfusár. „Kom aðallega húnvetnskt