Húnavaka - 01.05.1980, Side 91
HÚNAVAKA
89
efni fram í keppninni, m.a. stökur. — Skáldatíma nefndi Pétur for-
maður síðasta þátt kvöldvökunnar. Las Auðunn Bragi Sveinsson
kvæði eftir föður sinn, Svein Hannesson frá Elivogum: Langadal og
Hryggjadal. Þá las Bjarni Kristinsson frá Hofi í Vatnsdal, nú á Selfossi,
stökur og kvæði eftir sig. Loks söng Auðunn brag, sem hann nefndi Um
sumarmál, undir laginu Lapi-listamannakrá í Flórens.“
Þessi frásögn, beint upp úr gerðabók Húnvetningafélags Suður-
lands speglar best, hvaða skemmtiefni hér var á ferð. Þessar kvöld-
vökur nutu æ síðan mjög mikilla vinsælda einkum vegna þess söngs og
kveðskapar, er þar fór fram. Auðunn Bragi lyfti undir kveðskapinn
fyrst, en síðan hefur Bjarni Kristinsson haldið vel í horfinu. Auðunn
hvarf úr félagsstjórn, er hann fluttist suður, og orti þá annar hagyrð-
ingur:
Raun það mikil orðin er
okkar í félagsmálum.
Ritarinn huldu höfði fer
í höfuðborgarskálum.
Sumarið 1969 var fyrsta skemmtiferð félagsins farin, er hluti fé-
lagsmanna slóst í för Húnvetninga úr Reykjavík til Hveravalla. Var
þar komið til móts við heimamenn að norðan, og gistu Húnvetningar
á Hveravöllum eina nótt við söng, dans og gleði.
A stjórnarfundi, sem haldinn var þann 1. des. 1969 varpaði for-
maðurinn fram þeirri hugmynd að leita eftir frjálsum framlögum
félagsmanna til bókagjafa á Elliheimilin á Hvammstanga og
Blönduósi. Nú var líka kominn ákveðinn vilji félagsmanna til að halda
árshátíð, og á þessum stjórnarfundi er fyrsta skemmti- eða árshá-
tíðarnefndin skipuð.
Laugardaginn 21. febrúar 1970 hélt Húnvetningafélagið fyrstu
árshátíð sína í samkomusal K.A., Selfossi. Þar mættu yfir 90 manns og
hófst samkoman með ávarpi Péturs formanns. Einar Sigurðsson
stjórnaði almennum söng, og menn neyttu matar og drykkjar. Að því
loknu flutti Jakob Þorsteinsson frá Geithömrum minni Húnaþings.
Grímur og Ragnar Lárussynir frá Grímstungu kváðu rímnastemmur,
og Guðmundur Daníelsson skáld las kafla úr bók sinni „Landshorna-
menn“. Auðunn Bragi Sveinsson flutti brag, er hann hafði ort í tilefni
kvöldsins, og þeir Auðunn og Einar Sigurðsson sungu ljóð Auðuns:
Heilir Húnvetningar. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum