Húnavaka - 01.05.1980, Qupperneq 92
90
HÚNAVAKA
sagði skrýtlur, og Grímstungubræður sungu aftur nokkur kvæðalög.
Einar Sigurðsson stjórnaði almennum söng, hvenær sem hlé gafst, og
mjög var þá sungið lagið alkunna „Húnabyggð“ eftir Guðmann
Hjálmarsson við ljóð Páls Kolka. Að lokum var stiginn dans fram eftir
nóttu.
Árshátíð hefur alla tíð síðan verið haldin og jafnan á Selfossi. Hér á
eftir verður þeirra ekki sérstaklega getið, en hinni fyrstu var lýst
ítarlega, af því að þar mótaðist sá sérkennilegi bragur, sem þessari
skemmtun fylgir. Húnvetnskar konur á Selfossi og í grennd hafa sett
upp kaffiborð með miklum myndarskap og dugnaði, og áhersla hefur
verið lögð á heimatilbúið efni, aldrei keyptir skemmtikraftar að. Allt
miðað við að ná aftur fram gamla kvöldvökustílnum i baðstofunni
heima, fyrir norðan. Meðal ræðumanna mætti nefna Grím Jósafats-
son á Selfossi, Brynleif H. Steingrimsson, héraðslækni, Guðmund
Jósafatsson frá Brandsstöðum, Jón Snæbjörnsson frá Snæringsstöð-
um, Pálma Jónsson alþingismann á Akri, Magnús Ólafsson á
Sveinsstöðum, Martein Björnsson verkfræðing frá Grimstungu, Guð-
rúnu Sveinbjörnsdóttur, Hnausum, Hálfdán Guðmundsson, skatt-
stjóra frá Auðunarstöðum, Jónas Eysteinsson frá Hrísum, nú fram-
kvæmdastjóra Norræna félagsins, Björn Þorsteinsson, sagnfræðing, og
Þorlák Björnsson fyrr bónda i Eyjarhólum í Mýrdal, sem ættaður er
frá Vesturhópshólum.
Hagyrðingar og skáld úr Húnaþingi hafa með sínum hætti aukið á
kvöldvökustemminguna á árshátiðunum. Mætti þar nefna Ásgrím
Kristinsson frá Ásbrekku í Vatnsdal, Sigvalda Jóhannesson frá
Enniskoti, Þórhildi Sveinsdóttur frá Hóli í Svartárdal, Ingþór Sigur-
björnsson frá Geitlandi og Georg Agnarsson, sem skemmt hefur tvis-
var á árshátíðum. Margnefndir hafa verið áður Auðunn Bragi
Sveinsson og Bjarni Kristinsson, og þeir hafa oftar en ekki flutt kvæði
sín og gamanbragi á árshátíðunum. Grímstungubræður hafa kveðið á
tveim árshátíðum, og óþreytandi liðsmaður hefur Einar Sigurðsson
verið við að drífa upp kvennakóra, stúlknakvintett, blandaðan kór og
ekki heldur sparað sjálfan sig við sönginn. Einar er ættaður úr Flóan-
um og hefur alið allan aldur sinn þar, en teygði þangað til sín eigin-
konu sína, Ingibjörgu Árnadóttur frá Miðgili. Samt er hann talinn í
röð allra mætustu „Húnvetninga“ í félaginu.
Mjög liðtækir söngmenn hafa einnig verið bræðurnir Þröstur, Við-
ar, Kristinn og Þorsteinn Bjarnasynir Kristinssonar. Þeir hafa sungið,