Húnavaka - 01.05.1980, Qupperneq 95
HÚNAVAKA
93
Veisluborð var sett á svið,
svo við skyldum muna.
Enda líka eigum við
endurminninguna.
Var þá haldið að Þingeyrum, þar sem Jón S. Pálmason lýsti kirkj-
unni, komið í Þórdísarlund og ekið inn um allan Vatnsdal og síðan
norður til Blönduóss, þar sem gist var næstu nótt. Næsta dag lá leiðin
til Skagafjarðar, ekið um Langadal, farið aftur vestur yfir Blöndu, um
Svínadal og staðnæmst að Húnavöllum. Þar beið stórveisla í boði
austur-húnvetnskra orlofskvenna, og Jón Tryggvason í Ártúnum
stjórnaði fjöldasöng. Síðasti áfangastaðurinn í Húnavatnssýslum var
Byggðasafnið við Reykjaskóla, og þar kvöddu margir heimamenn
Húnvetninga að sunnan. Þaðan var haldið rakleitt heim og farin
Uxahryggjaleið úr Borgarfirði í Árnesþing.
Margt annað mætti tína til um starfsemi Húnvetningafélags
Suðurlands. Félagið hefur þraukað áratug, og stendur traustari fótum
en mörg önnur og fjölmennari átthagafélög. Fjárhagur þess er góður,
og enn mun það standa fyrir árshátíð að nokkrum vikum liðnum.
Kvöldvökur þess eru reglulegar á hverjum vetri, 2—3 talsins. Og eldri
Húnvetningar fyrir norðan, minnast félagsins fyrir hver jól, þegar
bókagjöfin berst. Síðast en ekki síst er félagið gleðigjafi sínum eigin
félagsmönnum og gefur þeim margfalt tækifæri til að hittast og rifja
upp gömul kynni að norðan. Stjórnarbreytingar hafa ekki verið miklar
á þessari tíð, og heldur ekki mikill hugur í mönnum að breyta, aðeins
breytingarinnar vegna. Núverandi stjórn skipa:
Pétur M. Sigurðsson, Selfossi, formaður,
Ingibjörg Árnadóttir, Selfossi, gjaldkeri,
Elínborg Guðmundsdóttir, Litlu-Sandvík, ritari,
Skúli Jónsson, Selfossi, varaformaður,
Gunnhildur Þórmundsdóttir, Selfossi, vararitari.
Frá Húrwetningafélagi Suðurlands, Selfossi.