Húnavaka - 01.05.1980, Page 96
JAKOB SIGURJÓNSSON, Síóradal:
Flutningaleiðir og
kaupstaðaferðir
Ætlun mín er með þessu greinarkorni að lýsa kaupstaðaleiðum og
flutningum í Svínavatnshreppi fram að þeim tíma er vegasamband
komst á og bílflutningar hófust.
Það má þegar taka fram að kerruflutningar voru nánast engir og
kerruvagnar voru lítt notaðir hér í sveit, má þó vera að á nyrstu bæjum
hafi þeir eitthvað verið notaðir, eftir því sem vegagerðinni miðaði
áfram, en hún hefst ekki fyrr en milli 1920-30.
Þá skal lýst leiðum eftir því sem ég man, en ég kom hér í sveit árið
1909 og býst ég við að leiðir hafi þá verið lítið breyttar um langan
tima, að öðru leyti en því að byrjað var að brúa verstu kelduslörk.
Úr Blöndudal lá leiðin út með Blöndu, þó ekki alls staðar, til dæmis
lá hún dálítið vestar fyrir neðan Löngumýrarnar og Höllustaði. En úr
því kom út á klettastall við Blöndu, sem kallast Svarthamar og er milli
Ytri-Löngumýrar og Tunguness, lá leiðin að ánni, fyrir neðan alla bæi
út í Köldukinnarkatla og þaðan áfram norðan við Hnjúka og niður á
Neðribrekku. Vikið var frá Blöndu um Gunnfríðarstaði og Holta-
staðareit, en síðan lá leiðin að Blöndu og yfir Svarthamar fyrir austan
Kagaðarhól og áfram út með ánni neðan túnsins í Köldukinn. Sá
Svarthamar, sem er við Blöndu austur frá Kagaðarhóli, er allhár
klettahamar og var þekktur aftökustaður áður fyrr. Þar voru saka-
menn hengdir.
Önnur leið úr Blöndudal lá vestan í Tungunesmúla. Var komið á
þær götur vestan við Svarthamar syðri og voru þeir götuskorningar út
með Múlanum að Svínavatni.
Þriðja leiðin af Bugnum lá yfir Gilsá vestur á Stórabarð út hjá
Stóradalsseli og út með Sléttá á leið bæjanna Stóradals og Litladals.
Sú leið lá austur frá réttinni austan Stóradalskíla út að Svínavatni og
þaðan undir vatnsbakkanum upp á götuslóða, sem var fyrir ofan