Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1980, Page 98

Húnavaka - 01.05.1980, Page 98
96 HÚNAVAKA lingar með til verslunar í þeirri ferð. Tók þessi ferð sólarhring, og meira af fremri bæjum. Svo var sláturferð á haustin, og þær oft tvær. Var féð rekið út eftir daginn áður en því var slátrað. Oft mun hafa farið á þriðja dag að koma því úteftir af fremstu bæjum. í þá daga var allt hirt; haus, fætur, ristill, vömb, vinstur, langi, lungu, hjörtu, nýru og mör. Blóð var flutt í belgjum, var það oftast að fleginn var belgur af sæmilega vænum kindum því að þunn skinn gátu gefið sig og vildu leka. Belgur var þannig fleginn að rist var fyrir á milli hækla á afturfótum, en enginn fótur skorinn af. Var svo flegið aftanfrá og skinninu flett fram af skrokknum. Bundið var fyrir hálsinn og blóðinu hellt í belginn og bundið vandlega fyrir opið. Síðan voru allir fætur bundnir saman og þannig sett á klakk. Var þetta vandasamur flutningur, því að oftast var komið að myrkri, er búið var að binda upp á lestina. Þetta var hálf sóðalegur flutningur meðan allt var flutt í pokum og bundið í bagga. Vildu föt öll verða blóðug og gorug. Síðar var farið að nota tréskrínur undir innmatinn og var það ólíkt þokka- legra. Þetta voru leiðinda ferðir oft í myrkri meirihluta af leiðinni og hægt varð að fara. Ég man ekki hve langan tíma það tók, en ég hugsa að það sé ekki fjarri að leiðirnar hafi verið yfir 10 tíma lestargangur. Þess skal að lokum getið, að þegar ég var krakki heima í Meðal- heimi, innan við 9 ára aldur gistu Framsvíndælingar þar iðulega á haustin, á heimleið úr sláturferðum. Það mun hafa verið 1908-09 að gerð var sleðabraut frá Klaufum upp Hnjúkaflóann og upp á Laxárvatn, sunnan við Sauðanes. Af Laxárvatni á Hafratjörn, þaðan fram Tindakeldu suður á Leiti á Búrfellskeldu, suður neðan Litla-Búrfells að Svínavatni um Sandnes sem er beint á móti Langatanga, en hann skerst austur úr Kúlunesi. Var þetta þannig unnið að ristar voru af allar þúfur á rúmlega sleða- breidd og hlaðnar úr þeim smá vörður við aðra brúnina svo að hægt væri að halda brautinni þó að talsverður snjór væri, því að þær voru allar sömu megin við brautina. Var þessi braut talsvert notuð um langan tíma að vetrinum, einkum hörðu árin 1916-20, því að þá voru svo miklir fóðurflutningar. Svíndælingar munu þó oftast hafa farið frá Laxárvatni vestan við Laxárós neðan við Hamrakot, suður sundin á Orrastaðatjörn og þaðan suður á Svínavatn og fram Grundar- og Snæringsstaðaflóa. Á þessari leið var engin braut gerð frá Laxárvatni. Þó munu ystu bæir í austanverðum Svínadal hafa farið austari leiðina og upp Kúluveitu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.