Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 99
HÚNAVAKA
97
Eru þá taldar þær leiðir og slóðir, sem farnar voru í kaupstaðar-
ferðum, en auðvitað voru svo ýmsar götur og slóðir innan sveitarinnar,
á milli bæja, yfir hálsa og á milli dala. Aðstaða til flutinga breyttist öll
eftir að Svínvetningabrautarfélagið tók til starfa fyrir forgöngu Jóns
heitins Jónssonar fyrrverandi alþingismanns í Stóradal, sem sá um
framkvæmd vegagerðarinnar um 20 ára skeið, en hann lifði ekki að sjá
henni lokið, þó að langt væri komið. Mættu Svínhreppingar minnast
hans á verðugan hátt fyrir þetta mikla framtak þegar allt var unnið
með skóflu og haka, engin véltækni til léttis, aðeins hestur og kerra til
ofaníburðar.
Var fljótlega farið að nota veginn eftir að hann kom áleiðis og
selflytja þá vörur, sem fluttar voru með bílum svo langt sem þeir
komust. Varð þá að binda í bagga og láta á klakk, en á vetrum var oft
hægt að koma við sleðum.
Þó að lokið sé lýsingu á leiðum og slóðum, og getið um þá breytingu
sem vegagerðin olli í öllum flutningum, þá hafa ekki orðið minni
breytingar á öllum búskaparháttum, þó að þær kæmu ekki fyrr en
öldin var nær hálfnuð. Eg man t.d. eftir að skítahlöss á túni voru barin
með kláru, og ausið svo úr trogi, og það var einnig gert eftir að
taðkvarnir komu til sögunnar. Um þetta allt mætti skrifa langt mál,
sem öðrum gæti verið til fróðleiks.
Skrifað í september 1979.
•K*
JARÐSKAÐAR AF SKRIÐUM
Anno 1759: Fjúkasamt til þorra. Síðan oft með hlákuvindum óstöðugt. Þann 22.
januarii urðu allvíða í þeim þremur sýslum (Húnavatns-, Skaga- og Eyjafjarðar-)
jarðskaðar af skriðum i þvi mikla steypiregni og ógurlega ofanfalli á túnum og engjum
(helst í Húnavatnssýslu). Misstist í nokkrum stöðum í þeim jarðhlaupum hús, hey og
fé, svo sem á Gunnsteinsstöðum meir en 30 fjár. Og bærinn i Vatnshlíð fórst að öllu
nema tvö hús, búr og fjós. Tvær manneskjur dóu þar af sex, sem var bóndi og
húsfreyja. Hinar flestar lerskuðust. Þar fórst og ein kýr og einn hestur. Is kom nokkur.
Ekki kom fiskur á Skaga fyrir Jónsmessu og síðan sjaldgæft.
Höskuldsstaðaannáll.
7