Húnavaka - 01.05.1980, Page 100
INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR frá Blóndudalshólum:
Hlýtt og gott garðstæði
Þetta er stutt frásögn um gulrótarækt í garðinum heima í Blöndu-
dalshólum. Garðurinn var búinn til 1923, þegar fólkið mitt flutti
þangað. I honum voru ræktaðar kartöflur og eingöngu notaður garð-
áburður. Um 1950 var sprettan orðin slæm. Þá var gulrótum sáð í eitt
beð og í það borinn húsdýraáburður. Uppskeran varð sæmileg og við
notuðum okkur reynsluna og fjölguðum beðunum. Ef kartöflur voru
settar í gulrótabeðin uxu þær betur vegna skítsins. Gamall skítur er
betri en nýr. Sé notaður nýr geta gulræturnar orðið greinóttar, eins
geta þær orðið það, ef jarðvegur er mjög þéttur. Sauðataðshrúga var
sett í garðinn á haustin og byrgð með kartöflugrasi og mold til þess að
hún þornaði ekki eða veðraðist. Að vorinu var þægilegt að mylja
taðhnausana í sundur um leið og stungið var upp. Skíturinn má ekki
bíða ofan á, því þá gufar köfnunarefnið upp. Raka verður jafnóðum
yfir og stinga skítinn, sem lendir ofan á, niður. Ef ekki er mikið af
honum er rétt að raka garðáburði saman við, þegar ánamaðkarnir eru
skriðnir niður. Þeir þola ekki garðáburð.
Næst eru beðin mæld og stigin bein gata milli þeirra. Breiddin var
höfð nægileg til þess að sá í 5 rásir langsum eftir hverju beði. Þær var
þægilegt að búa til með arfasköfu og bleyta þær með garðkönnu ef
moldin var farin að þorna. Stundum þarf að laga rásina um leið og sáð
er og nota má hrífu við að ýta moldinni yfir fræið og þjappa með henni
á eftir, á rásirnar. Til þjöppunar er líka þægilegt að hafa breiða fjöl,
með snærislykkju festa í endunum, lyfta fjölinni upp með lykkjunni og
stíga á hana með fætinum. Fræið á ekki að bleyta við haust- og
vetrarsáningu, en við vorsáningu flýtir það fyrir. Þá er gott að hafa það
í lokuðu íláti eða þéttri tusku og hella fyrst á það vatni svo að fljóti yfir.
Fræið drekkur í sig vatnið, en athuga þarf daglega að það sé rakt og
helst hreyfa það. Ef sáning dregst er best að geyma krukkuna með
fræjunum í kæliskáp. Gott er að setja kartöflumjöl á fræið rétt fyrir