Húnavaka - 01.05.1980, Page 107
HÚNAVAKA
105
Þessi orð kalla til allra þeirra sem veita forstöðu heimilum, skólum
og kirkju. Þeim er falið að hlúa að því góða meðal vor og efla þroska
vorn eftir voru upplagi.
Á ofanverðri síðustu öld hófst lýðskólamenning á kristnum grund-
velli undir forystu Grundtvigs hins mæta prests í Danmörku. Svo segir
þar um unga stúlku: „Hvern sunnudag sat ung kennslukona Natalie
Zahle messu hjá Grundtvig. Hún stofnaði síðan skóla fyrir stúlkur,
börn og kennslukonur, en í heilt ár beið hún með íbúðarhús og fimm
herbergi án þess að nokkur nemandi gæfi sig fram. Brátt óx aðsóknin
og skólinn hlaut orðstír og árangur meðal ungra meyja. Natalie Zahle
segir um starf sitt. I viðleitni minni til að veita barninu, hinni ungu
stúlku, hinni uppvaxandi kennslukonu, mikla og áreiðanlega þekk-
ingu til þess að þroska ljósa hugsun hjá henni og alvarlega starfslöng-
un, hef ég aldrei misst sjónar á aðaltakmarkinu, hreinleika hjartans og
styrkleika viljans.“
Þessi skólaalda berst til fslandsstranda eftir áratugi. Þá var mjög
rómað fyrir góða menningu heimili sýslumannsins á Reynistað í
Skagafirði, Eggerts Gunnlaugssonar Briem og konu hans Ingibjargar
Eiríksdóttur Sverrissonar. Áttu þau 14 börn er upp komust, öll til
mannvirðingar af lærdómi og gáfum.
Meðal þeirra var Elín Rannveig Briem fædd 19. október 1856 en
andaðist 4. desember 1937. Þótti hún svo vel að sér að hún varð
kennslukona 18 ára við kvennaskóla Skagfirðinga og síðar í Húna-
vatnssýslu. Þegar hún var 22 ára sigldi hún til Kaupmannahafnar og
var 2 ár á skóla Nataliu Zahle. Tók þar gott próf og var boðin
kennslustaða þar ytra. Þess má geta að við skólann um þessar mundir
var kennari Christiane Lund dóttir Morten Frederik Lund er hafði
verið sýslumaður í Mýrasýslu 1837-1847. Hafði þessi kona frætt
skólafólkið mikið um fsland og íslenzkar bókmenntir, er ekkert efamál
að hér hlaut Elín Briem þann þroska og veganesti er gjörði hana að
hinni stórmerku skólastýru meðal vor.
Mætti því ætla að hún hefði sest að í Reykjavík til starfa við
kvennaskólann þar, en svo var ekki, hugur hennar stóð norðan heiða.
Má vera að hún hafi verið lík föður sínum er var sýslumaður í
Eyjafirði og sat á Espihóli, þar fæddist Elín. En er honum var gert að
skyldu að sitja á Akureyri kaus hann Skagafjörð, taldi sig eigi geta lifað
í kaupstað með barnahópinn, ef til vill ekki viljað vera gefinn undir
kaupmannavaldið á Akureyri, heldur höfðingi í sínu héraði. Allt líf