Húnavaka - 01.05.1980, Page 115
HÚNAVAKA
113
hann verið frá 1895. — Miðaði skólinn æ meir að því að vera gagn-
fræðaskóli.
Aðfaranótt 1. febrúar 1911 brann kvennaskólahúsið á Blönduósi.
Utvegaði skólanefndin þá húsnæði fyrir skólann á ýmsum stöðum á
Blönduósi, þar sem kennt var á einum stað, sofið á öðrum og keyptur
matur á þeim þriðja.
Veturinn eftir var skólinn haldinn í svokölluðu Möllershúsi og með
aðeins 17 nemendum vegna plássleysis. Haustið 1912 er hið nýja hús,
sem við þekkjum öll, tilbúið til notkunar. Þótti það hið vandaðasta.
Ekki var þar þó kennslueldhús, heldur var ráðskona sem sá um mat-
inn, en stúlkur hjálpuðu henni með matinn eina viku í einu.
A fyrri striðsárunum var verðbólga eins og nú, allt hækkaði mikið í
verði. Minni aðsókn varð að eldri bekkjunum, enda kominn vísir að
gagnfræðaskóla á Hvammstanga og víðar, einnig jukust skuldir skól-
ans stöðugt. —Arið 1918-19 var skóli ekki haldinn og svo var um fleiri
skóla, mikið vegna kolaskorts, en 1919-20 hófst skóli að nýju og var þá
kyntur með viði, sem fékkst úr strönduðu skipi.
Veturinn 1923-4 var skólanum breytt. Hann var gerður að eins
vetrar skóla með meira verklegu námi og minna bóklegu. Var þetta
gert í samráði við Huldu A. Stefánsdóttur, en hún var þá búsett á
Þingeyrum.
Eftir þennan vetur kom í ljós að enn þurfti að skera niður bóklega
námið, ef eitthvert gagn átti að verða að verklegri kennslu. Ekki þýddi
að byrja kennsluna fyrr en um mánaðarmótin sept.-okt. þar eð flestar
námsmeyjar áttu örðugt með að koma fyrr. Þannig breyttist skólinn
smám saman í það form sem við þekkjum best.
í dag má segja að skólinn standi á tímamótum eins og árið 1923.
Enn hefur hann breytt um hlutverk í takt við þróun skólamála.
Ef lesið er minningarit Kvennaskólans 60 ára má sjá að á stundum
hefur verið stormasamt og margvísleg átök i kringum skólann í tím-
anna rás, enda er ekkert jafn hættulegt hverri stofnun eins og af-
skiptaleysi og deyfð.
Eg get ekki látið hjá líða að nefna nöfn þriggja forstöðukvenna,
þeirra Huldu Á. Stefánsdóttur, Solveigar Sövik og Aðalbjargar
Ingvarsdóttur.
Eg var prófdómari hjá þeim öllum, meðan það starf tíðkaðist.
Huldu man ég mest eftir í mannfagnaði og á fundum. Þar var aldrei
tekið tillit til þess að hún var farin að eldast, aldrei hugsað út í það, að
8
L