Húnavaka - 01.05.1980, Qupperneq 116
114
HÚNAVAKA
hún gæti verið þreytt, né þyrfti að kenna að morgni. Þess var krafist af
henni að hún héldi ræður undirbúningslaust, eða spilaði tímunum
saman, hvort sem var fyrir dansi eða öðru og allt gerði hún með
glæsibrag.
Solveig Sövik, þessi hlédræga kona, sem var svo hlý og móðurleg við
nemendurna og sem gat kennt svo mikið, ef stúlkurnar vildu við því
taka, enda vel metin af öllum.
Aðalbjörgu Ingvarsdóttur má telja síðustu forstöðukonu Kvenna-
skólans í hinni gömlu mynd, í bili að minnsta kosti. Hún er góður
kennari og á mjög auðvelt með að umgangast alla bæði unga sem
gamla. — Henni hefur verið nokkur vandi á höndum við breyttar
aðstæður, en hún er ekki eina forstöðukonan um það.
Það sem þroskaði stúlkurnar ef til vill mest, var heimilisandinn í
skólanum, heimavistardvölin, samveran með jafnöldrum, kvöldvök-
urnar, þar sem komu í ljós leyndir hæfileikar. Þetta gerði oft hlé-
drægar stúlkur félagslyndari og slípaði oft hinar sem fyrirferðarmeiri
voru.
í dag minnumst við skólans á Ytri-Ey og Elínar Briem.
Það mun hafa verið á fundi SAHK fyrir rúmum 20 árum að full-
trúinn frá kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd, formaður félagsins
Sigríður Guðnadóttir, færði það i tal við mig, að sér hefði dottið í hug
á leiðinni til Blönduóss, þegar hún fór fram hjá Ytri-Ey, að skömm
væri að því að ekkert væri gert til þess að minna á hið forna skólasetur.
Ég var þá nýlega komin hingað á staðinn og ekki orðin nógu mikill
Húnvetningur eða Vindhælingur til að taka beina afstöðu til þessa
máls, enda í fyrsta skipti sem ég sótti slíkan fund. Fékk Sigríður daufar
undirtektir við uppástungu sinni.
Það var ekki fyrr en á sambandsfundi á Geitaskarði 1970 að fulltrúi
frá kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd, Helga Berndsen kom með þá
tillögu að reisa skyldi minnismerki hjá Ytri-Ey. Það skal tekið fram, að
ég var ekki á þessum fundi og átti þess ekki kost að leggja málinu lið,
sem ég hefði gert. Kosin var nefnd til að láta framkvæma verkið.
Kosnar voru Helga Berndsen, Valgerður Ágústsdóttir og Þórhildur
Isberg. Þegar Helga Berndsen flutti af staðnum, tók ég hennar sæti og
þegar Valgerður Ágústsdóttir fór í nám tók Anna Aspar hennar sæti.
Ákveðið var að hafa náttúrustein í minnisvarðann og fékkst góður og
sléttur steinn, en ekki stór. Var honum komið fyrir á rústum gamla