Húnavaka - 01.05.1980, Side 117
HÚNAVAKA
115
skólans, en þær sjást frá veginum, þar sem staur stendur upp úr
túninu.
Jónas Jakobsson myndhöggvari og Húnvetningur, var fenginn til
að gera mynd af gamla skólahúsinu og hugmyndir að varðanum.
Okkur líkaði ekki fyrsta tillagan sem kom, þótti varðinn of lágur.
Við sáum ýmsa annmarka á því að reisa minnismerkið á gamla
skólasetursstaðnum. Það þurfti að ganga langar leiðir og alltaf yrði
meiri og minni átroðningur fyrir Ytri-Eyjar bóndann.
Uppástunga kom um að setja varðann upp á klappirnar, þar sem
hann myndi sjást víða, en þá var komið út úr Ytri-Eyjarlandi. Sá
staður sem varðanum var valinn, er svo til beint upp af skólarústun-
um. Þaðan sést gamla hlaðna heimreiðin og þarna er varðinn fyrir
utan girðingar og enginn átroðningur fyrir bóndann. Hægt er að aka
að varðanum, svo að eldra fólk getur komist að honum eins og þeir sem
yngri eru.
Ytri-Eyjar hjón, Þorgerður Stefánsdóttir og Stefán Ágústsson, hafa
gefið okkur landspildu um 20x70 m. Þetta er sem næst kvosin sem
varðinn stendur við. Er ætlunin sú að girða þetta svæði og gróður-
setja þar í trjáplöntur og runna, svo að þetta megi verða smá gróðurvin
þeim til augnayndis, sem framhjá fara og sýnilegt tákn um starf
SAHK.
Von okkar hefur verið sú, að rústirnar og heimreiðin yrðu friðlýstar,
svo að við þeim mætti ekki hrófla og þær yrðu sýnilegt tákn eldri tíma.
I sambandi við kostnað varðans hefur sýslunefnd veitt okkur
rausnarlegan styrk kr. 300 þús. og aðrir aðilar 50 þús. Kvenfélögin
hafa lagt fram 300 þús. kr. Kostnaður við varðann er kominn upp í 650
þús. kr., en þá eru girðingin, jarðvegsbreytingin og trjáplönturnar
eftir. Guðmundur Lárusson sá um smiði varðans en Rafn Kristjánsson
frá Fjarhitun gerði járnateikningar og hannaði hann. Því vel skal til
þess vanda sem lengi skal standa.
Eftir þessa ræðu var athöfninni í Höskuldsstaðakirkju slitið með
héraðssöngnum Húnabyggð. Á eftir fóru allir út að minnisvarðanum
og afhjúpaði Þórhildur fsberg hann. Á eftir var skólasöngurinn sung-
inn. Þá var haldið að félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd og
drukkið kaffi í boði kvenfélagsins Einingar. Þar fluttu ræður: Guð-
mundur Jónasson frá Ási, Sigurður Þorbjarnarson frá Geitaskarði og
Jón fsberg sýslumaður.