Húnavaka - 01.05.1980, Page 119
BJARNIJÓNASSON, Blöndudalshólum:
Litazt um
í Svínavatnshreppi
FRAMHALD
30. Sveinn Jónsson, Ljótshólum.
Ljóts-í-hólum linna bóla viður,
Sveinn Jóns kundur bóndi býr,
að burðum fundinn þeygi rýr.
(linnur: ormur, ból hans: gull, viður þess: maður).
Aður en sagt verður frá Sveini Jónssyni verður gerð lausleg grein
fyrir foreldrum hans, Jóni Hálfdanarsyni og seinni konu hans Þor-
björgu Sveinsdóttur, og um leið verður getið systkina Sveins.
Jón Hálfdanarson var ættaður úr Vatnsdal, sonur Hálfdanar Guð-
mundssonar hreppstjóra á Kornsá og konu hans Guðrúnar Jónsdótt-
ur. Bróðir Jóns, Guðmundur Hálfdanarson, bjó á Ytri-Langamýri
1750 og fram um Móðuharðindin. Um Hálfdan og ætt hans hefi ég
áður skrifað i Húnavöku 1968, bls. 47-50, og vísast hér til þess.
Leiðréttingar. — Húnavaka 1979. Litazt um í Svínavatnshreppi.
1. Bls. 102, 16. lína a.o. húsasmiður les tæknifræðingur.
2. Bls. 103, 8. lína a.o. Sólrún Þórðardóttir les Steinunn Þórðardóttir.
3. Bls. 104, 6. lína a.n. Sveinbjörnsdóttir prests í Árnesi Brynjólfssonar — á að vera
Sveinbjörnsdóttir prests í Árnesi Eyjólfssonar, Einarssonar alþm. í Svefneyjum.
4. Bls. 112, 17. lína a.n. kona les sambúðarkona.
5. Bls. 116, Þar hafa orðið þau mistök að kona Guðmundar Helgasonar á Grund er
talin Björg Ólafsdóttir frá Hrafnabjörgum, en á að vera alnafna hennar og móður-
systir Björg Ólafsdóttir frá Geithömrum. Björg yngri varð húsfreyja á Hrafnabjörg-
um, giftist Jóni Jónssyni bónda þar. Hún var barnlaus.