Húnavaka - 01.05.1980, Side 120
118
HÚNAVAKA
Jón Hálfdanarson er fæddur um 1722 og dáinn í Sólheimum 16.
ágúst 1813. Um æsku hans er ekkert kunnugt, en hann hefir sennilega
alizt upp hjá foreldrum sínum, en þau bjuggu á Kornsá í Vatnsdal og
víðar þar í sveit. Þeir bræður, Hálfdanarsynir, flytjast svo upp í
Svínavatnshrepp. Jón er þar fyrst búlaus framteljandi, en vorið 1753
verður hann mótbýlismaður Guðmundar bróður síns á Ytri-Langa-
mýri. Jón býr svo á þessum jörðum: Langamýri 1 ár, Ljótshólum 12
ár, Stóradal 1 ár og loks á Grund árin 1767-1805. Fyrstu árin í Ljóts-
hólum var Jón í tvíbýli við ekkju þar á bænum, Helgu að nafni, sem
sennilega er hin sama og Helga Oddsdóttir, sem við manntal 1703 er
12 ára hjá móður sinni Helgu Sveinsdóttur búandi ekkju á Rútsstöð-
um. Líklegt má telja að fyrri kona Jóns hafi verið dóttir Helgu í
Ljótshólum. Nafn þekkjum við ekki á þessari fyrri konu hans, en hún
er 1762 talin 37 ára. Þau áttu eina dóttur barna, fædda um 1757. Um
hana er ekkert kunnugt.
Fyrstu árin í Ljótshólum hafði Jón lítið bú (4 hundruð), en það vex
smátt og smátt og 1761 er tíund hans komin upp í 12 hundruð. Tveim
árum síðar tók búið miklum vexti. Gætir þar sennilega heiman-
mundar seinni konunnar, Þorbjargar, en hún var dóttir Sveins bónda
á Grund Bergssonar, sem var mikill fjáraflamaður og auðugur. Bjó
hann síðar á Geitaskarði og var vel virtur. Gegndi hann hreppstjóra-
störfum í báðum þessum dvalarhreppum sínum. Flutti síðast til
Skagafjarðar. Þar lézt hann í Vík í Staðarhreppi. Kona Sveins Bergs-
sonar var Sigríður Stefánsdóttir lögréttumanns á Syðri-Mælifellsá
Sigurðssonar og konu hans Þorbjargar Aradóttur prests á Mælifelli
Guðmundssonar.
Kirkjubækur Auðkúluprestakalls fara lofsamlegum orðum um þau
Grundarhjón, Jón og Þorbjörgu. Tvær umsagnir eru um Jón: „Les
fullkomlega, kostgæfinn, greindur maður“ og „Les ánægjulega, for-
standugur, kennir vel börnum“. Um Þorbjörgu er sagt: „Les kostug-
lega, framkvæmdasöm, kann gott“.
Þorbjörg Sveinsdóttir lézt 30. júní 1787. Jón hélt áfram búskap með
börnum sínum, sem öll voru í föðurgarði. Það er ekki fyrr en vorið 1805
að Jón hættir búskap. Búa börn hans eftir hann tvö ár á Grund, en þá
tekur nýtt fólk þar við.
Jón Hálfdanarson og Þorbjörg áttu alls 7 börn og var Sveinn í
Ljótshólum þeirra langyngstur. Þessi voru þau Grundarsystkin: