Húnavaka - 01.05.1980, Síða 121
HÚNAVAKA
119
1. Sigriður, f. um 1763, giftist Jóni Jónssyni b. Snæringsstöðum, sjá
þar.
2. Guðrún, f. um 1767, giftist Jóni Guðmundssyni b. í Kúskerpi 1816.
3. Jón, f. um 1769, tvíkvæntur bjó á Kárastöðum, sjá þátt hans.
4. Þorbjörg, f. um 1771, Hún átti barn með séra Guðmundi prestlausa
Guðmundssyni, Guðrúnu, sem var niðurseta á Mosfelli 1816. Hún
giftist síðar Benedikt Jóelssyni á Syðri-Ey.
5. Þorleifur, f. um 1773, bóndi í Vatnsdalshólum, kv. Kristínu
Grimsdóttur, hálfsystur Guðmundar Helgasonar á Grund.
6. Hólmfriður, f. um 1775, giftist Sigurði Ólafssyni bróður Halldóru á
Hrafnabjörgum. Hún lést af barnsförum 4. apríl 1819.
7. Sveinn Jónsson er fæddur um 1781 og dáinn 24. júli 1843. Hann er
langyngstur sinna systkina og enn í föðurgarði við manntalið 1801,
enda þá ekki nema tvítugur. Eftir að Jón faðir hans hætti búskap
var Sveinn eitthvað i vistum, en þegar hann er rúmlega þritugur
kvænist hann bóndadóttur uppi i Engihliðarhreppi, og hefja þau
hjónin búskap á Litla-Búrfelli vorið 1812. Þar búa þau til 1821 er
þau flytja að Ljótshólum. Við þá jörð er Sveinn jafnan kenndur.
Þar bar hann þó ekki beinin. Vorið 1843 flytur Sveinn búferlum
vestur að Miðhúsum í Sveinsstaðahreppi. Var hann þá kominn i
nábýli við Þorleif bróður sinn, sem búið hafði í Vatnsdalshólum
siðan 1815. En nú var komið að leiðarlokum hjá þeim bræðrum.
Þeir létuzt báðir í landfarsóttinni, sem gekk hér yfir sumarið 1843.
Voru þeir báðir dugandi bændur og urðu efnamenn.
Kona Sveins (g. 15.-5. 1812) var Guðrún Jóhannesdóttir frá
Breiðavaði, fædd um 1789. Voru foreldrar hennar Jóhannes bóndi á
Breiðavaði Jónsson bónda á Ytri-Ey Jónssonar og kona hans Guðrún
Arnadóttir. Meðal systkina Guðrúnar frá Breiðavaði voru þeir bræður
Jónas Jóhannesson hreppstjóri á Breiðavaði og ísleifur sakamaður.
Jóhannes var fjáraflamaður mikill og efnamaður. Hann fór í ellinni
til þeirra Sveins og Guðrúnar dóttur sinnar og lést hjá þeim 1841, 87
ára.
Þeim Ljótshólahjónum, Sveini og Guðrúnu, fæddust alls 3 börn:
Elst var Estíva, f. 23.-4. 1812, næst Júlía María, fædd 1828, og loks
Jónas, fæddur 1837. Um tvö yngri börnin er mér ekkert kunnugt, en
Estíva giftist bóndasyni í Sveinsstaðahreppi Jóhannesi Björnssyni.
Foreldrar hans, Björn Björnsson og Þuríður Halldórsdóttir, voru ey-