Húnavaka - 01.05.1980, Page 122
120
HÚNAVAKA
firzk og bjuggu á Breiðabólstað í Vatnsdal 1811-40. Þau Jóhannes og
Estíva bjuggu einnig á Breiðabólstað 1833-51. Dóttir þeirra, Sigur-
laug Jóhannesdóttir, giftist Jóhanni Jónassyni bónda í Öxney á
Breiðafirði. Sonarsonur þeirra er Jóhann Jónasson, forstjóri Græn-
metisverslunar ríkisins.
31. Jón Jónsson, Snœringsstöðum:
Snæringsstaða snigils raða þollur
gamli byggir Jónsson Jón,
jafnan dyggur mauraþjón.
(snigill: ormur, snigils röð: gull, þollur: viður, þollur gulls: maður).
Jón er fæddur á Herjólfsstöðum á Laxárdal í Skagafjarðarsýslu um
1763 og dáinn á Grund í Svínadal 11. jan. 1832. Foreldrar hans voru
Jón bóndi á Balaskarði Jónsson og kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Foreldrar Jóns á Balaskarði voru Jón harði bóndi á Mörk og kona hans
Guðríður Hannesdóttir. Þau hjón áttu margt barna, og er þaðan mikil
ætt. Hefi ég áður gert nokkra grein fyrir þeim ættmönnum í þætti
Hannesar á Tindum í Húnavöku 1976.
Um æsku Jóns er ekkert kunnugt, en þegar hann er um þrítugt er
hann kominn vestur að Grund í Svínadal. Þar kvongast hann elztu
dóttur Grundarhjónanna (g. 17.-12. 1794) Sigríði Jónsdóttur Hálf-
danarsonar og Þorbjargar Sveinsdóttur. Fyrstu árin eru þau hjón í
húsmennsku eða í vistum, fyrst á Grund, svo á Guðlaugsstöðum og
Eiðsstöðum. Um aldamótin flytja þau upp á Laxárdal og reisa bú á
Kirkjuskarði. Þeim búnaðist vel og komst lausafjártíund Jóns fljótlega
upp í 10 hundruð. Á Hólastólsjarðauppboðinu 1802 náði Jón kaupum
á Snæringsstöðum í Svínadal fyrir 221 rd., og flytja þau hjón þangað
vestur, þó ekki fyrr en 1805. Jón býr svo á Snæringsstöðum til dánar-
dægurs og þótti góður búþegn.
Jón á Snæringsstöðum var fljótfær og skapbráður. Húnvetninga-
saga kemst svo að orði um hann: „Hann var ákafamaður og heldur
skyndilegur“. Sama heimild telur hann hafa kenningarnafnið „bólg-
inn“, og Signý Sæmundsdóttir í Gafli kunni skil á öðru kenningar-
nafni „hadú“, sem hún sagði að hafi verið máltak hans, stytting úr
„hana nú“, en Signý sagði að hann hafi verið fram úr hófi fljótmæltur.