Húnavaka - 01.05.1980, Page 124
122
HÚNAVAKA
Voru hér að verki Skagfirðingar tveir, sem voru á vist að Grund með
Guðmundi bónda Helgasyni.
Þessi voru börn þeirra Snæringsstaðahjóna:
1. Pétur Jónsson, fæddur á Grund 29. okt 1832, dáinn á Refsstöðum
10. okt. 1895. Kona hans var Ragnhildur (d. 11. ág. 1851, 44 ára)
Bjarnadóttir bónda á Neðri-Fitjum Bjarnasonar og k.h. Ragn-
hildar Gunnarsdóttur. Pétur bjó fyrst á Vesturá á Laxárdal
1829-37, en flutti þá búferlum að Refsstöðum og bjó þar til
æviloka. Börn þeirra hjóna urðu alls níu. Þriðjungur þeirra mun
hafa látizt í bernsku, en þessi sex urðu fulltíða:
a. Sigríður, f. 24. okt. 1832. Giftist ekki, en barn hennar með
Stefáni síðar bónda á Asum Jónssyni var Ingibjörg kona Guð-
mundar Einarssonar bónda í Engihlíð.
b. Guðbjörg, f. 13. okt. 1835, giftist Hannesi Björnssyni í Ljóts-
hólum. Fluttist ekkja til Vesturheims 1888.
c. Sveinn, f. 8. febr. 1839, bóndi á Geithömrum 1870 til dd., kv.
Steinunni Þórðardóttur b. í Ljótshólum Þórðarsonar. Meðal
barna þeirra: 1) Ragnhildur seinni kona Þorsteins b. á Grund
Þorsteinssonar og 2) Þórður Sveinsson læknir á Kleppi.
d. Jónas, f. 30. jan. 1840. Var við búskap bæði í Bólstaðarhlíðar-
hreppi og Svínavatnshreppi. Kvæntur Sigureyju Einarsdóttur
úr Dalasýslu. Áttu börn.
e. Guðmundur, f. 10. júlí 1842, d. 23. júní 1914. Bóndi á Gunn-
steinsstöðum 1875-80, Hólabæ 1880-81, Hurðarbaki 1881-
1900 og Holti á Ásum 1900 til dd. Kona hans var Anna Sigríð-
ur (d. 23. mars 1928) Guðmundsdóttir.
f. Anna, f. 19. febr. 1844, d. 7. jan. 1925. Hún giftist Jóni
Guðmundssyni af Móbergsætt. Attu 9 börn, sem til aldurs
komust: 1) Ingibjörg Solveig átti Sigurjón Jóhannsson síðast
bónda í Blöndudalshólum, 2) Þuríður Helga, óg. og barnlaus, 3)
Guðmundur bóndi á Auðólfsstöðum, kv. Jónínu Hannesdóttur
frá Fjósum, 4) Sigurbjörg Steinunn, giftist Jóni Kristjánssyni,
ökumanni á Akureyri, 5) Friðfinnur Jónas húsasmiður og
hreppstj. á Blönduósi, kv. Þórunni Hannesdóttur frá Fjósum, 6)
Gróa, g. Jóni Pálmasyni frá Æsustöðum, 7) Jón sýsluskrifari á
Blönduósi, ókv. og barnl., 8) Guðrún Jóhanna, g. Tryggva