Húnavaka - 01.05.1980, Page 125
HÚNAVAKA
123
Jónassyni bónda í Finnstungu og 9) Ragnhildur saumakona, óg.
og barnlaus.
2. Stefán Jónsson, f. á Guðlaugsstöðum 22. nóv. 1796. Mun hafa dáið
í bernsku.
3. Kristján Jónsson, sjá þátt hans síðar.
4. Sigurbjörg Jónsdóttir, f. á Kirkjuskarði 1803. Húsfr. í Koti í
Vatnsdal, gift Guðmundi Tómassyni bónda þar. Áttu 3 dætur, en
ekki er mér kunnugt um ættir frá þeim.
5. Sveinn Jónsson, f. á Snæringsstöðum 30. des. 1806, d. 5. febr. 1834,
óg. og barnlaus, þá vinnumaður á Snæringsstöðum.
6. Jósef Jónsson, f. á Snæringsstöðum 4. nóv. 1808, bóndi í Hvammi í
Langadal og síðar í Núpsöxl, kv. (9. sept. 1853) Elísabetu Jó-
hannsdóttur Jónssonar á Þorbrandsstöðum og k.h. Elísabetar
Vormsdóttur hreppstjóra á Geitaskarði.
32. Gísli Jónsson, Snœringsstöðum:
Gísli Jónsson er fæddur um 1779 og dáinn 12. sept. 1836 á Grund í
Svínadal. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson bóndi í Hróaldsdal
1785 og Hringveri í Hjaltadal 1785-1803 og Guðrún (d. 17. febr.
1803) Sveinbjarnardóttir.
Gísli mun ekki hafa komið vestur í Húnavatnssýslu fyrr en eftir
manntal 1801, en 1816 er hann talinn húsmaður á Grund í Svínadal.
Gísli er þá orðinn 37 ára og er enn ókvæntur, en samkvæmt mann-
talinu 1816 er þá „hjá honum“ á Grund ung stúlka vestan úr Sveins-
staðahreppi, Helga Halldórsdóttir, 24 ára, en ekki varð hún kona
Gísla. Enn líða 6 ár, en þá, 4. okt. 1822, kvænist Gísli vinnukonu frá
Ljótshólum, Helgu Jónsdóttur, fæddri 11. okt. 1790. Var hún laun-
getin. Móðir hennar var Helga Halldórsdóttir frá Mosfelli Helgasonar
og Ólafar Bjarnadóttur frá Hrafnabjörgum Jónssonar. Bróðir hennar
var Bjarni bóndi í Holti faðir Björns annálaritara á Brandsstöðum.
Áður en Helga Jónsdóttir giftist hafði hún átt barn með Benedikt
Benediktssyni frá Ytri-Ey, sbr. þátt Ingibjargar Oddsdóttur í Litladal.
Benedikt þessi ólst að einhverju leyti upp á Grund hjá Jóni bónda
Hálfdanarsyni, sjá manntalið 1801. Barn þeirra Helgu og Benedikts
hét Jón, og varð hann síðar bóndi á Skúfi í Vindhælishreppi.