Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 126
124
HÚNAVAKA
Sama árið og þau Gísli og Helga giftust hófu þau búskap á parti af
Snæringsstöðum í Svínadal. Búa þau þar til 1832, en flytja þá búferl-
um að Mosfelli. Þar eru þau í 4 ár, en bregða búi vorið 1836 og flytja
að Grund. Þar lézt Gísli þá um haustið. Helga lézt þrem árum síðar,
22. ág. 1839, þá vinnukona á Stóra-Búrfelli.
Gísli og Helga voru alltaf sárfátæk og þágu um lengri tíma af sveit,
enda voru þau barnmörg, og fæddust þeim 8 börn á 13 árum. Enga
vísuna fékk Gísli hjá Helgu í Litladal, og mun hann þar hafa goldið
fátæktar sinnar.
Mér er ókunnugt um feril barna þeirra Gisla og Helgu nema yngsta
barnsins, Þuríðar, sem fæddist á Mosfelli 27. des. 1835. Hún ólst upp
hjá Kristjáni Jónssyni ríka og giftist 1863 Davíð syni Davíðs Einars-
sonar hreppstjóra á Marðarnúpi í Vatnsdal og konu hans Þóreyjar
Árnadóttur, bróður Þorleifs hreppstjóra á Hjallalandi Þorleifssonar.
Davíð hóf búskap uppi í Blöndudal, en flutti svo vestur í heimahagana
í Vatnsdal og bjó þar á þessum bæjum: Vöglum 1 ár, Kárdalstungu 14
ár og loks Kötlustöðum 19 ár. Hafði hann þá alls búið í 40 ár. Hann
brá búi vorið 1900, en lifði enn í fulla tvo áratugi og lézt í hárri elli 23.
jan. 1921 tæplega 98 ára.
Þau Þuríður og Davíð áttu alls 10 börn, og er frá þeim mikil ætt.
Kunnust þeirra systkina eru þeir bræður: Daníel ljósmyndari, Guð-
mundur kennari og þjóðgarðsvörður og Daði á Gilá í Vatnsdal.
BÓLUSÓTT
Anno 1707: Þá gekk yfir allt Island sú geysilega bólusótt í hverri að margir
merkismenn lands vors mjög svo fækkuðu, sem hér verður varla upptalið, ásamt nær
óteljandi almúgafólks fjölda um allt landið. 1 Húnavatnssýslu sáluðust: í
Blöndudalshólasókn 19, Svínavatnsrepp 51, Svartárdalsrepp 40, Sveinsstaðarepp 52,
Torfalækjarrepp 37, Ásrepp 54, Víðidalsrepp 29, Þverárrepp 52, Kirkjuhvammsrepp
42, Torfustaða- eður Miðfjarðarrepp stórt 1 hndr.
Sjávarborgarannáll.