Húnavaka - 01.05.1980, Page 130
JÓNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Lundi:
Sá bátinn fjarlægjast
Þann 13. janúar 1979 varð sonur minn Vilhjálmur Skaftason,
stýrimaður á m/b Sif frá Hvammstanga, fyrir þeirri óvenjulegu lífs-
reynslu að hann tók út af bátnum. Hann var 4-5 mínútur í ísköldum
sjónum, áður en tókst að ná honum um borð. Það má furðulegt heita
að hann skyldi lifa þetta af, en honum hefur verið ætlað lengra líf.
Línubáturinn Sif HU-39 er 69 tonn og gerður út frá Hvammstanga
á línuveiðar. Hann var að leggja línu sína í austan 5 vindstigum og
miklum sjó í Reykjarfjarðarál, þegar straumhnútur skall á skipið
stjórnborðsmegin. Vilhjálmur var að flytja lóðarbala að línurennunni,
þegar brotsjórinn skall á skipið að baki hans og lenti hann ofan á
balanum um leið og báturinn lagðist á hliðina. Báturinn rétti sig strax
aftur, en um leið kastaðist Vilhjálmur út fyrir borðstokkinn ásamt
lóðarbalanum og línunni, sem hann flæktist í. Sif var á hægri ferð og
tókst strax að stöðva hana og bakka að honum þar sem hann reyndi að
synda í ísköldum sjónum.
Eftir 4-5 mínútur var hann kominn um borð og inn í stýrishús, en
meðvitundarlaus og andardráttur ekki merkjanlegur. Eftir langan
tíma og þrotlausar lífgunartilraunir, með blástursaðferð og hjarta-
hnoði, tók hann að anda aftur, en komst ekki til meðvitundar fyrr en
eftir marga klukkutíma Félagar hans sögðust hafa náð honum inn með
línunni og var hann dreginn inn á fótunum og lífgunartilraunir þegar
hafnar. Vilhjálmur segir: „Um leið og ég féll i sjóinn kallaði ég til
félaga minna því ég hélt að þeir hefðu ekki orðið þess varir að ég féll út.
Mér fannst báturinn fjarlægjast óðum þar sem ég synti í sjónum og
flæktist í línunni og hún dró mig niður. Ég fann að kraftar mínir voru
óðum að þverra, svo að ég reyndi að flækja mig meira í línunni. Eg
saup mikinn sjó og var þess fullviss að úti væri um mig. Eg var búinn
að sætta mig við það, en vildi nú samt að þeir fyndu mig, mér leið
ekkert illa og kulda fann ég engan, enda vel klæddur ullarnærfötum