Húnavaka - 01.05.1980, Page 131
HÚNAVAKA
129
sem vörðu mig gegn honum. Eftir þetta man ég ekkert fyrr en skip-
stjórinn segir við mig að klukkutíma stím sé til lands. Ég var mjög
ruglaður fyrst á eftir og á mig sótti gífurlegur þorsti. Er að bryggju var
komið, bað ég um að boðum yrði komið til foreldra minna. Eg var þá
mjög kaldur og dofinn og tilfinningalaus þó vafinn væri í ullarteppi. Á
bryggjunni tók héraðslæknirinn Sigursteinn Guðmundsson á móti
mér og var ég tafarlaust fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Þar fékk ég
frábæra hjúkrun. Tókst fljótlega að fá yl í kaldan skrokkinn og var ég á
lyfjum til varnar lungnabólgu.“
Vilhjálmur var mjög þrekaður eftir þessa lífsreynslu, fæturnir
dofnir svo hann fór um i hjólastól og hendur hans með skurðum eftir
öngla. Líðan hans var lengi mjög slæm, sauma þurfti sumar rispur á
höndum hans. Á sjúkrahúsinu leið honum vel þó sálarástandið væri
ekki sem best og álag á taugar hans mikið. Lækni og hjúkrunarliði á
hann að þakka að ástand hans batnaði með hverjum degi. Hann var
mjög þreyttur og illa farinn, en ró hans með eindæmum. Leið honum
best i algjörri þögn. En lengi var hann að ná sé og óvíst hvort hann
verður nokkurn tíma jafngóður, það er visst álag sem hægt er að þola.
Þetta var mikil þolraun.
Vilhjálmur er þriðja barn okkar hjóna, fæddur 9. apríl 1942 í
Dagsbrún á Skagaströnd. Frá unglingsaldri hefur hann sótt sjó. Hann
varast bylgjurnar, en hræðist ei.
INNKEYPT ÓSPILLT FÉ
Anno 1778: Á þessu hausti 1778 var eftir skipan slátrað öllu pestfé fyrir austan
Blöndu um Skaga og það allt að Héraðsvötnum í Skagafirði, svo sem því var lógað
fyrra haustið fyrir vestan Blöndu og fyrir norðan frá Skjálfandafljóti allt að Eyja-
fjarðará. En fyrir norðan nefnt fljót hafði ei fjársýkin komið.
Nokkrir ríkisbændur hér svo sem mr. Jón Arnbjörnsson á Stóru-Giljá og aðrir,
innkeyptu aftur strax um haustið óspillt fé í vestur sveitum og fyrir norðaustan og
komu því fyrir í hreinsuðum sveitum um veturinn. Ei síður uppkom þessi fjársýki um
þennan vetur og hinn eftirkomandi á nokkrum bæjum, tveimur i Miðfirði, einum í
Svínadal og í Köldukinn (hvar sauðkindur voru sagðar komnar frá Miðfjarðarbæj-
unum), á hverjum bæjum öllum slátrað var að nýju.
Höskuldsstaðaannáll.
9