Húnavaka - 01.05.1980, Síða 134
132
HÚNAVAKA
5. Hún skal halda góðri eining við aðrar nærkonur, hjálpa þeim
með ráð og dáð, ef þær leita aðstoðar hennar í vandasömum tilfellum.
6. Sjái hún nokkur þaug merki við fæðinguna, er hún óttast að
vandræði af verði, skal hún ráðfæra sig við aðra æfða nærkonu ef þess
er kostur, eða eftir kringumstæðum láta vitja læknis.
7. Hún má ekki án læknisráða eður meðhjálpar brúka nein þau
verkfæri er gétur skaðað móðurina eða barnið til að ná fóstrinu og ekki
brúka sterk eður hættuleg fósturdrífandi meðul til að flýta fæðing-
unni.
8. Hún má aunga sængurkonu yfirgefa fyrr en hún hefir fætt og
eptir fæðinguna veita henni og barninu alla þá aðhjúkrun, sem hún
má og þaug við þurfa, ef hún er ei strax kölluð til annarar sængurkonu
er meira liggur á.
9. Skildi nokkur kvenpersóna gipt eður ógipt leita hjá henni ráða til
að sér leysist höfn, má hún eingin ráð þar til gefa, heldur vara við slíku
sem hættulegu fyrir líf móðurinnar og fóstursins og alvarlega leiða
henni fyrir sjónir að slíkt sé straffverður glæpur.
10. Lækninga meðul má hún ei brúka, eða ráðleggja öðrum, önnur
en þau sem eru einföld og algeng og hverra verkanir hún gjörla þekkir.
11. Verði hún áskynja að barn sé útborið, eður fætt í leynum, skal
hún strax gefa yfirvaldinu það til vitundar.
12. Hún skal einkum og sérdeilis leggja alúð á að endurlífga þau
börn er sýnast vera andvana fædd, með öllum þeim meðulum er hún
hefir þar til lært og ekki hætta endurlífgunar tilraunum of fljótt.
13. Um sérhvort barn sem fæðist andvana ogekki verður lífgað skal
hún með hjálp sóknarprestsins tilkynna viðkomandi héraðslækni hið
fyrsta skeð getur.
14. Ef nýfætt barn er mjög líflítið skal hún áminna foreldrana að
láta strax skýra það; en ef ekki er tími til að ná prestsfundi skal hún
veita því heimaskírn eptir viðteknum reglum.
15. Hún skal tafarlaust gjöra það er henni verður uppálagt af
viðkomandi yfirvaldi eður héraðslækni, svo sem skoða óléttar konur,
nýfædd börn og fleira þessháttar. Skal hún gefa þar um svo sannan
vitnisburð, sem hún best veit fyrir samvisku sinni.
16. Ef barn fæðist vanskapað, skal hún strax gefa það viðkomandi
lækni til kynna, en aunganvegin gjöra fóstrinu mein eður skaða það
heldur verja sömu umhyggju til að viðhalda lífi þess, sem væri það rétt
skapað.