Húnavaka - 01.05.1980, Page 135
HÚNAVAKA
133
17. Hún skal krefja betalings fyrir störf sín, ferðalög og allan annan
tilkostnað, þó með sannsýni og nærgætni, einkum þar sem fátækir eiga
i hlut.
Skýrsla
yfir verkfæri þau, er nærkonur nauðsinlega þurfa að hafa:
1. Bildur.
2. Þvagpípa fyrir nærkonur, úr silfri.
3. Stólpipa með lu bognu og 2 beinum rörum.
4. Koppasetnings-apparat.
Stafsetning og greinarmerki Jóseps læknis.
KVIKFJÁRRÆKT AF KUNNÁTTU
Um sauðfé: Ekki verður því móti maelt, að það er landinu harla nytsamlegt, en hins
vegar munu ekki aðrar þjóðir, sem reka kvikfjárrækt af kunnáttu, neita því að of
margt megi einnig af því hafa, svo að það verði til tjóns. Sú skoðun mun þó þykja
fáránleg á Islandi.
Landsmenn halda einnig sjálfir að þeim sé það haldkvæmt að hafa margt fé,
einkum af því sauðfjárafurðirnar eru gjaldgeng verzlunarvara og féð er ódýrt á
fóðrum. En enginn gerir sér það ljóst hversu mjög sauðféð hefur spillt haglendinu
síðan þvi fjölgaði svo mjög. Enginn gerir sér heldur grein þess, hversu margt af því
ferst árlega svo að það verður engum að gagni. Nautgriparæktin er hins vegar örugg.
Kýrnar endurgjalda ríkulega þá fyrirhöfn er menn hafa af þeim. Þær spilla ekki
graslendinu heldur halda því við.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar.
ÁTMATUR
Um mestan hluta Norðurlands eins og raunar annars staðar í sveitum á Islandi lifðu
menn mest matar á mjólkurmat, osti, sméri, skyri, flautum, strjúgi, heitri mjólk o.s.frv.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar.