Húnavaka - 01.05.1980, Page 136
GUÐBERGUR STEFÁNSSON, Rjúpnafelli:
Ferðalag í Kleifarrétt
Ég var staddur út í kaupstað, þegar Andrés Guðjónsson sem þá var
oddviti hitti mig að máli og bað mig að fara í Kleifarrétt að hirða þar
fé fyrir kaupstaðarbúa. Ég færðist undan og sagðist ekki vera góður í
markatöflunni. Þá bauð hann mér 400 krónur fyrir, en ég sagðist ekki
fara. Loks urðum við ásáttir að ég færi og hann borgaði 500 krónur.
Það var óþverraveður þarna um haustið, rétt fyrir göngur. Ég átti
að verða þeim samferða Kristjáni Guðmundssyni, sem fór fyrir
Skagahrepp og Stefáni Hólm. Um nóttina versnaði veðrið mikið og
gerði stórhríð. En ég lagði upp að heiman frá Kambakoti um morg-
uninn búinn klofbússum og gekk út á Skagaströnd í þreifandi byl.
Ekkert var þá búið að bera ofan í veginn milli Vindhælis og Árbakka
og eins var með Hofsgöturnar úteftir, frá Harrastaðakoti. Eg hugsaði
mér að koma við á Steinnýjarstöðum. Þar bjó þá Jón Árnason, kona
hans og dætur. Eg kom þar við og þáði góðgerðir og dvaldi þar
hálftíma. Þá var hann orðinn svo dimmur úti að ég greindi ekki í
Kerlingarskarðið fyrir ofan bæinn, svo að þau hjónin lánuðu mér
hrífuskaft mér til stuðnings uppeftir. Þá var orðið svo hvasst að jafn-
óðum skóf í slóð mína. Eg var ókunnugur þarna, búinn bússunum
góðu, sem ég keypti í Keflavík, og voru þungar vel. Þarna þrammaði
ég uppeftir, en hélt ekki nógu mikið í veðrið svo ég fór til baka aftur,
tapaði slóðinni, setti mig beint í veðrið aftur austur skarðið. Veðrið var
dimmt og snjónum hlóð niður. Sé ég að ég muni vera á réttri leið aftur,
því það hallaði niður af skarðinu og mér hafði verið sagt að Fjalla-
baksáin kæmi þarna að ofan. Þegar ég kom að ánni var hún öll
uppbólgin og ekki aðgengileg yfirferðar. Eg hafði prikið með mér og
þreifaði fyrir mér en áin var það djúp að ég komst ekki yfir á bússunum
svo annað hvort varð ég að snúa við eða freista þess að komast yfir á
annan hátt. Eg held ég hafi gert rétt í að vaða ekki í fötunum yfir ána,
og setti því fötin í bakpokann og henti bússunum yfir og bakpokanum,