Húnavaka - 01.05.1980, Blaðsíða 140
138
HÚNAVAKA
börn. Sex synir komust upp og var Kristinn þeirra yngstur. Fjöl-
skyldan flutti svo að Gottorp í Víðidal vorið 1903, en vorið 1908 keypti
elsti bróðirinn, Guðmundur, Guðrúnarstaði í Vatnsdal, en þá hafði sú
jörð verið í eyði í tvö ár. Fóru foreldrar Guðmundar með honum að
Guðrúnarstöðum og þeir bræðra hans er ekki voru i burtu farnir. Var
Kristinn í þeirra hópi og var þá 11 ára.
Haustið 1913 stofnaði Ásgeir Magnússon, bróðir Kristins, alþýðu-
skóla á Hvammstanga. Kristinn dvaldi við nám i skólanum tvo fyrstu
veturna, sem hann starfaði, og var þar með búinn að fá allgóða
menntun miðað við þær aðstæður er þá voru i skólamálum landsins.
Sýndi það sig síðar að Kristni búnaðist vel að þessu námi sínu á langri
og fjölbreyttri starfsæfi.
Á unglingsárum var Kristinn Magnússon „kóngsins lausamaður“ í
Vatnsdalnum. Hann stundaði vegavinnu, heyskap, sláturhúsvinnu og
var við skepnuhirðingu á vetrum. Lét honum þetta allt vel. Hann
eignaðist kindur og reiðhesta átti hann. Hann var hestaunnandi og
kunni vel að meta og fara með hesta. Er hestamannafélagið Neisti var
stofnað árið 1943 var hann einn af stofnendum þess og félagi til
æfiloka.
Haustið 1923 seldi Kristinn allar kindur sínar og fór til Reykjavík-
ur, þá eftir áramótin. Magnús bróðir hans, síðar ritstjóri Storms, var
þá ritstjóri landsmálablaðsins Vörður og vann Kristinn það sem eftir
var vetrar við afgreiðslu blaðsins.
Urðu nú þáttaskil í lífi Kristins Magnússonar. Einn dag, síðla um
veturinn var hann á gangi í borginni. Rakst hann þá þar að, er átti að
hefjast uppboð á vörum gjaldþrota fyrirtækis. Honum sýndist ráð að
kaupa nokkuð af vörunum og þar sem uppboðshaldara leizt svo á
hann að óhætt mundi að slá honum keypti hann nokkuð af varn-
ingnum og sendi norður til Blönduóss, þar sem hann seldi hann svo
um vorið. Fór hann síðan heim að Guðrúnarstöðum í heyskapinn.
Næsta vetur var Kristinn í Reykjavík og starfaði þá við afgreiðslu
blaðsins Storms hjá Magnúsi bróður sínum. Og aftur keypti hann
vörur og sendi til Blönduóss. Verzlaði hann svo með vörurnar fram að
slætti en fór þá heim að Guðrúnarstöðum í heyskapinn. Á hverjum
laugardagsmorgni fór Kristinn þó til Blönduóss og stundaði kaupskap
sinn. Er þó þarna um vel 40 km vegalengd að ræða og komu nú hestar
hans að liði. Er mér í barnsminni er Kristinn reið hjá garði í Þór-
ormstungu á hesti sínum Geisla er hann hafði keypt af föður mínum.