Húnavaka - 01.05.1980, Síða 141
HÚNAVAKA
139
Var hesturinn fölrauður með mjög mikið bæði fax og tagl. Faxið var
klofið og flaut beggja megin hálsins í jöfnun straumum aftur um
bógana og í fang knapans. Kristinn dáði þennan hest sinn og minntist
hans oft.
Haustið 1925 setti Kristinn Magnússon upp fasta verzlun á
Blönduósi í húsi Þuríðar Sæmundsen, en byggði sér fljótlega eigið
verzlunarhús, þar í næsta nágrenni, á suðurbakka Blöndu. Verzlaði
hann þar allt til ársins 1944 að hann, í byrjun ársins, seldi Kaupfélagi
Húnvetninga hús sitt og verzlun. Samvinnuhugsjónin átti mikil ítök í
Kristni og nú upphófst sá þáttur í lífsstarfi hans sem snéri þar að. Var
hann upp frá þessu útibússtjóri kaupfélagsins í 27 ár eða til loka
starfsaldurs síns.
Sumarið 1925 var ung eyfirsk stúlka kaupakona í Þórormstungu í
Vatnsdal, Ingileif Sæmundsdóttir skipstjóra Sæmundssonar. Fædd
var hún í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd, en ólst upp á Lómatjörn hjá
Guðmundi föðurbróður sínum og Valgerði móðursystur sinni. Móðir
Ingileifar og kona Sæmundar skipstjóra, Sigríður Jóhannesdóttir,
hafði dáið er Ingileif var aðeins sex ára gömul. Fór Ingileif í Kvenna-
skólann á Blönduósi um haustið og var í skólanum veturinn 1925-
1926. Slík urðu kynni Ingileifar og Kristins Magnússonar að þau
gengu í hjónaband 11. des. árið 1926 og hlaut Kristinn þannig stóra
vinninginn í happdrætti lífsins, eins og hann orðaði það sjálfur. Þótti
jafnræði með þeim ungu hjónunum, enda reyndist svo. Vita það bezt
þeir er gerst þekkja til.
Kristinn Magnússon var bóndi í eðli sínu þótt ekki yrði það hlut-
skipti hans að reka búskap, fyrr en hann var nokkuð kominn yfir
miðjan aldur. Hann fékk 10 ha. lands úr Blönduóslandi árið 1952 og
síðar 5 ha. í viðbót. Reistu þau hjónin býlið Kleifar á landinu með
hjálp barna sinna. Þarf raunar ekki annað en að líta heim að Kleifum
til þess að sjá að þar hefir verið af mikilli alúð og smekkvísi að unnið.
Fallegt tún og byggingar blasa við augum vegfarandans og skógar-
teigar með bæjarlæknum. Býlið hlaut líka 1. verðlaun fyrir snyrti-
mennsku og umgengni bújarða í fyrsta sinn er slík viðurkenning var
veitt í Austur-Húnavatnssýslu, en það var árið 1972 á 20 ára afmæli
landnáms á Kleifum.
Börn þeirra Kleifahjóna eru þrjú: Elstur er Magnús er veitt hefir búi
foreldra sinna forstöðu, ásamt því að starfa með eigin vinnuvél á
Blönduósi. Sigrún, búsett í Reykjavík, er gift Jóni Erlendssyni