Húnavaka - 01.05.1980, Page 146
Mannalát árið 1979
Sigvaldi Halldórsson, Stafni Svartárdal, andaðist 17. maí á Héraðs-
hælinu á Blönduósi. Hann var fæddur á Eldjárnsstöðum í Blöndudal
30. sept. 1897. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Halldórsson og
Guðrún Gísladóttir. Sigvaldi var Bólhlíðingur í föðurætt en
móðurættin var að nokkru leyti af Ströndum. Sigvaldi ólst upp hjá
foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur. Þá fór hann í vinnu-
mennsku. Hann var fyrst á Guðlaugsstöðum og síðar i Stóradal. Þá
kynntist hann Steinunni Björnsdóttur. Þau Steinunn gengu i hjóna-
band 18. apríl 1921, og hófu tveim árum síðar búskap á Ytri-Löngu-
mýri. Þar bjuggu þau aðeins eitt ár og leið þeirra lá fram í Svartárdal.
Þau bjuggu tíu ár á Kúfustöðum. Þá fluttu þau að Stafni og fáum
árum síðar keyptu þau jörðina. Þar áttu þau hjón heimili sitt síðan.
Síðustu fjögur árin átti Sigvaldi við vanheilsu að stríða.
Börn þeirra hjóna urðu sex: Sigurður og Þórir búa i Stafni. Einnig
býr þar Elsa, fósturdóttir þeirra hjóna. Guðrún, býr i Kópavogi,
María á Barkarstöðum, Jón er búsettur á Sauðárkróki og Sólveig, býr
á Halldórsstöðum í Eyjafirði. Dóttursonur þeirra, Sigvalda og Stein-
unnar, Sigursteinn, hefur lengst af búið hjá þeim í Stafni.
Sigvaldi byrjaði búskap með lítinn bústofn á mælikvarða þann sem
gildir í dag. Margt hefur breyst síðan í búskaparháttum þjóðarinnar.
Iðnaðarþjóðfélag hefur tekið við af bændasamfélagi, — einnig í sveit-
unum. Sigvaldi fylgdist með þessum breytingum. Hann sá mat manna
á lífsgæðum breytast. Um sumt lét hann sér fátt finnast. Stökkbreyt-
ingar voru honum ekki að skapi. Samkvæmt því lifði hann. Vissulega
stóð hugur hans til framfara. Á búskapartíð sinni bætti hann verulega
við bústofn og ræktaði land. Ásamt sonum sínum byggði hann upp öll
hús í Stafni.
Sigvaldi var hægur í fasi, þægilegur og hlýr í viðmóti. Hann kunni
ókjör af vísum og kvæðum og naut þess að sitja í vinahópi á góðum