Húnavaka - 01.05.1980, Síða 147
HÚNAVAKA
145
stundum. Þetta, og svo ótalmargt fleira vildi hann að varðveittist frá
fyrri kynslóðum til þeirra komandi.
Sigvaldi var fjármaður góður. Reyndar er búskapur flestum meira
en starf. Hann er stór þáttur lífsins. Orð eins og „menningarneysla“
kom undrunarsvip á andlit Sigvalda. Hann naut menningar dag
hvern heima fyrir og í samfélagi við sveitungana. Og um göngur og
réttir var hátíð. Þá var margt manna í Stafni.
Sigvaldi var traustur maður og orðheldinn. Hann var góður liðs-
maður kirkjunnar, — sat í sóknarnefnd í áratugi og formaður hennar
lengst af.
Nú er hin jarðneska tjaldbúð rifin niður. En samkvæmt orðum
postulans og trú okkar eigin þá „höfum vér hús frá Guði, inni, sem eigi
er með höndum gjört, eilíft á himnum“.
Jón Eyþór Guðmundsson, Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi andað-
ist 19. janúar á Héraðshælinu á Blönduósi. Hann var fæddur 19.
febrúar 1894 á Guðlaugsstöðum. Hann var sonur Guðmundar
Björnssonar þá bónda á Höllustöðum og Steinunnar Guðrúnar Jóns-
dóttur. Fyrstu árin ólst hann upp hjá föður sinum en eftir tiu ára aldur
hjá Jóni Guðmundssyni á Guðlaugsstöðum. Þá var hann hjá syni
hans, Jóni, bónda i Stóradal og síðar alþingismanni. 18 ára gamall fór
Eyþór í vinnumennsku á Syðri-Löngumýri. Þar kynntist hann Pálínu
Salóme Jónsdóttur frá Hnífsdal. Þau gengu í hjónaband og voru
fyrstu árin á Eiðsstöðum. Árið 1920 fluttu þau vestur á firði og bjuggu
í Fremri-Hnífsdal. Þar voru þau i 17 ár en fluttu þá norður. Fyrst að
Auðkúlu til sr. Björns Stefánssonar en bjuggu síðan á ýmsum jörðum í
hreppnum. Árið 1947 fluttust þau hjón til Halldórs sonar þeirra en
hann hafði þá fest kaup á jörðinni Syðri-Löngumýri. Þau bjuggu á
hluta jarðarinnar með honum um tíu ára skeið. Eftir það voru þau „í
horninu“ hjá þeim Halldóri og Guðbjörgu konu hans, til ársins 1973
að þau fluttust út á Héraðshælið á Blönduósi. Þar lést hún fyrir
þremur árum.
Þau hjón eignuðust þessi börn: Guðmund, sem býr í Brúarhlíð;
Kjartan, sem var sjómaður í Hafnarfirði. Hann er látinn. Elínu, sem
búsett var í Reykjavík, — hún er einnig látin. Jóhann, verkstjóra í
Tálknafirði; Harald, í Brúarhlíð; Halldór, sem nú býr í Reykjavík og
Hauk, sem er bílstjóri í Reykjavík.
10