Húnavaka - 01.05.1980, Page 148
146
HÚNAVAKA
Það sem einkenndi Eyþór var glaðværðin fyrst og fremst. Hvernig
sem mál snerust hélt hann glöðu sinni. Hann var áhugasamur um
búskapinn og glöggur á fé. Hann var drjúgur við að beita og þolin-
móður. — En meiri áhuga hafði hann þó á hestum og félagsskap við
fólk. Þetta tvennt fór vel saman og svo er enn á bílaöldinni. Eyþór átti
góða hesta, — og kunni vel með þá að fara. Þeir báru hann á manna-
mótin, — í glaðan hóp, þar sem hann kunni svo vel við sig. Hann
kunni margt af vísum og setti reyndar nokkuð saman sjálfur. Hann fór
gjarnan með kveðskap fyrir börn og kunni margt að segja þeim.
Við ferðalok nú líta ástvinir til baka og þakka samfylgdina. Ferða-
lok? Eða er það e.t.v. upphaf ferðar? Upprisan er mikið undur. Annað
líf er þó ekki næstum því eins ótrúlegt og að líf skuli yfirleitt vera til. I
bændaþjóðfélagi Hebreanna varð til þessi hvatning, byggð á vissu:
„Lofa þú Drottin, sem leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og
miskunn“.
Sr. Hjálmar Jónsson.
Kristján Guðmundsson, Steinnýjarstöðum. Þann 14. febrúar 1979
andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi Kristján Guðmundsson bóndi á
Steinnýjarstöðum í Skagahreppi.
Hann var fæddur 12. júlí 1896 á Tjörn í Skagahreppi. Voru for-
eldrar hans Guðmundur Kristjánsson þá húsmaður á Tjörn og María
Eiríksdóttir.
Kristján var elstur sinna systkina og mæddi því snemma á honum
að hjálpa til við heimilisstörf og einnig dvaldi hann lengst á heimilinu
er systkini hans voru farin að heiman.
Kristján var því helsta stoð foreldra sinna er bjuggu lengst af í
Hvammkoti í Skagahreppi, ásamt Dagnýju systur sinni. Kristján hóf
búskap í Hvammkoti árið 1932 og stofnaði þá heimili með Guðríði
Jónasdóttur frá Fjalli árið 1933.
Þau Kristján og Guðríður eignuðust þessi börn: Kristján bónda á
Steinnýjarstöðum, kvæntan Árnýju Hjaltadóttur. Sigurlaugu, gifta
Pétri Mikael Sveinssyni bónda Tjörn. Maríu, gifta Sveini Sveinssyni
bónda og oddvita á Tjörn. Sigurbjörgu, gifta Gunnari Kaprasíussyni
trésmið. Ástu, gifta Sigurði Einarssyni. Guðmund vélvirkja, kvæntan
Ragnheiði Grímsdóttur. Þessi systkini búa á Akranesi.
Það áraði ekki vel um þessar mundir er þau Kristján og Guðríður