Húnavaka - 01.05.1980, Page 149
HÚNAVAKA
147
hófu búskap, því hver varð að búa að sínu og bjarga sér. Jörð þeirra
var afskekkt, enginn lagður vegur um sveitina, eigi komin mjólkursala,
húsakynni voru gömul og engar fjölskyldubætur. Guðríður og Kristj-
án undu vel við sína hagi og voru samtaka og áttu góðan heimilisanda
til að ala upp sín börn er voru frjálsleg og komu greindarlega fyrir.
Er mér minnisstætt hvað þau voru vel læs er þau komu í skóla, faðir
þeirra hafði gott lag á þessu enda bókhneigður og ljóðelskur og unni
söng.
Kristján stundaði vegavinnu á vorin og hafði á yngri árum róið í
Grindavík, þá reri hann á Skagaströnd með Jóni Gíslasyni á Hróars-
stöðum. Kristján ræktaði landið og byggði. Árið 1949 keypti hann
Steinnýjarstaði og fékk þá um leið gott húsnæði og landauka sem
honum veitti ekki af og nytjaði áfram Hvammkot.
Hagur bændastéttarinnar hefur mjög batnað þvi elsta kynslóð
meðal vor má muna tvenna tímana. En það má segja að sú kynslóð
njóti eigi verka sinna, nema hún búi alla æfi á lendum sinum. Sjá
akrana sprottna og hlöður fullar og lifandi pening vel framgenginn.
Hagsæld í heimaranni borin uppi af tengslum barna er líka axla
birðarnar og bera hita og þunga dagsins.
Og ný kynslóð sé að vaxa upp við feiginleik er sólin skín og notaleik
á gólfinu er illviðri geisa i vetrarhríðunum.
Ellidaganna sé notið við nýja sögu mannlifsins, þar sem hið slitna
fólk á ágætt ævikvöld.
Þessi gæfa féll þeim hjónum Kristjáni Guðmundssyni og Guðríði
Jónasdóttur ríkulega i skaut, er þau hjón höfðu sannarlega unnið til í
ríkum mæli.
Kristján Guðmundsson var jarðsettur að Hofi 24. febrúar 1979.
Elínborg Ásdís Árnadóttir. Þann 7. april 1979 andaðist Elínborg Ásdis
Árnadóttir á Landspítalanum í Reykjavík. Hún var fædd 22. febrúar
1920 á Kringlu í Torfalækjarhreppi. Foreldrar hennar voru Guðrún
Teitsdóttir ljósmóðir og maður hennar Árni Kristófersson frá Köldu-
kinn.
Elinborg ólst upp með foreldrum sinum og systkinum er voru fjögur
á Kringlu, sem er notagóð jörð, vel i sveit sett, með góðu víðsýni fram
til dala og vestur yfir Húnaflóa til Stranda.
Er foreldrar hennar fluttu með börn sín til Höfðakaupstaðar árið
1934 átti Elínborg þar heima sín unglingsár.