Húnavaka - 01.05.1980, Page 150
148
HÚNAVAKA
Hún var fríð stúlka, glaðleg og vinnusöm. Hún giftist 19. apríl 1942
Ingvari Jónssyni frá Sauðárkróki, ágætismanni er hefur lengst af
stundað smíðar.
Þau hjón settust að á Sauðárkróki, en fluttu eftir nokkur ár búferl-
um til Akraness og bjuggu þar í 5 ár. En bæði munu þau hjón hafa
þráð Norðurland, enda fluttu þau til Höfðakaupstaðar þar sem for-
eldrar Elinborgar og systkini öll voru búsett.
Keyptu þau gamalt hús er heitir Sólheimar, en eftir nokkur ár
byggði Ingvar mikið og gott hús er bar vel vott um smekkvísi hans. Var
Elínborg vel að því komin, því alla tíð var heimili hennar fallegt og
með mikilli snyrtimennsku. En þau hjón voru samhent um fegurðar-
skyn og þrifnað.
Blóm voru á þeirra heimili úti og inni, þau höfðu ræktað fallegan
garð. Þeim hjónum farnaðist vel í lífinu um störf og búrekstur og voru
vel látin.
Þau hjón eignuðust þessi börn: Jón Inga rafvirkjameistara, kvæntan
Laufeyju Ingimundardóttur. Árna Björn, kvæntan Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, þessir bræður búa í Höfðakaupstað. Elínborgu Ásu,
gifta Guðjóni Einarssyni skipstjóra í Grindavík.
Elínborg var gestrisin og hjálpsöm sínum nágrönnum er ellimóðir
voru orðnir. Góðvilji hennar og hlýtt viðmót var henni í blóð borið.
Hún var jarðsett á Blönduósi 14. april 1979 af sr. Hjálmari Jónssyni.
Kristján Guðmundsson. Þann 16. apríl 1979 andaðist Kristján Guð-
mundsson á Borgarspítalanum í Reykjavík.
Hann var fæddur i Reykjavík 2. desember 1911. Voru foreldrar
hans Guðmundur Kristjánsson síðast bóndi í Krummshólum í
Borgarfirði, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Björnssonar í Hraunholti
í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu.
Foreldrar Kristjáns fluttu 1913 upp í Borgarfjörð og bjuggu lengst
af á Laugalandi í Stafholtstungum.
Kristján fór 18 ára að heiman að Svarfhóli í Stafholtstungum í
vinnumennsku. En 1931 fór hann til Vestmannaeyja, en þangað hafði
fjölskylda hans flutt. Stundaði Kristján þar sjó og eignaðist hlut í bát.
Þá vann hann mikið með málara þar í Eyjum og varð hann ágætur
málari. Kristján stundaði einnig sjó frá Siglufirði. Hann kvæntist 1937
Guðnýju Einarsdóttur Teitssonar og Sigríðar Ingimundardóttur er