Húnavaka - 01.05.1980, Page 151
HÚNAVAKA
149
eitt sinn bjó í Höfðakaupstað. Eignuðust þau eitt barn Guðmund
Einar er andaðist fulltíða.
Kona Kristjáns, Guðný, andaðist í september 1939. Það varð
Kristjáni mikil lífsreynsla. Árið 1940 kvæntist hann Fjólu Gísladóttur
Jónssonar bónda á Saurum í Skagafirði og konu hans Jóhönnu
Eiríksdóttur.
Þau hjón Kristján og Fjóla eignuðust þessi börn: Guðnýju, sem er
gift og býr í Hafnarfirði, Jóhönnu Guðrúnu, gifta Trausta Tómassyni
bílstjóra, Sigurbjörgu, gifta Magnúsi Jónssyni garðyrkjumanni, búa
þessar systur í Reykjavík, Jónu, gifta Magnúsi Hjaltasyni bónda á
Bakka í Skagahreppi, Gísla trésmið á Sauðárkróki, kvæntan Svanhildi
Einarsdóttur, Önnu Margréti, gifta Jóhannesi Pálssyni sjómanni í
Sandgerði.
Þau hjón Kristján og Fjóla hófu búskap á Neðri-Harrastöðum í
Skagahreppi 1943 var það tvíbýli við Önnu systur Fjólu og mann
hennar Davíð Sigtryggsson. Árið 1947 fengu þau Háagerði til ábúðar
er þau eignuðust síðan og bætti Kristján jörðina í ræktun og húsakosti.
Þar er óvenju fagurt i sumardýrðinni og kunnu þau vel við sig þar.
Er vinna og strit Kristjáns fór að segja til sín hættu þau hjón búskap
1967 og fluttu í Höfðakaupstað og keyptu þar lítið hús er Kristján
gerði mikið til góða.
Á Skagaströnd vann Kristján við ýmislegt enda allra manna lag-
tækastur.
Kristján þjáðist um árabil af óþægindum í mjöðm og leitaði hann
sér lækninga þar við.
Kristján var maður söngelskur og starfaði hann mikið við kirkjukór
Hólanesskirkju og hefur án efa hlotið þjálfun í söng hjá aðventistum í
Vestmannaeyjum, en hann og kona hans og mágafólk var allt í þeim
söfnuði. Hef ég alltaf átt góð skipti við þennan söfnuð og talið þau
meðal minna sóknarbarna. Enda húsvitjaði ég ávallt hjá þeim meðan
sá siður var við líði og bar virðingu fyrir hvíldardegi þeirra. Fannst
mér ég eigi bera af þeim í trú né grandvarleik. Og ef einhver andaðist
þeirra á meðal var ég tilkvaddur ásamt sóknarpresti þeirra.
Við jarðarför Kristjáns Guðmundssonar flutti ég ræðu og jarðsetti
Sigurður Björnsson prestur aðventista, en heimaprestur þeirra flutti
ræðu og blessaði yfir kistuna.
Kristján Guðmundsson var maður vinsæll og góðgjarn.
Hann var jarðaður að Spákonufelli 25. apríl 1979.