Húnavaka - 01.05.1980, Page 152
150
HÚNAVAKA
Sigríður Björnsdóttir. Þann 16. júní 1979 andaðist á Héraðshælinu á
Blönduósi Sigríður Sigurlína Björnsdóttir, Hólabraut 8, Höfðakaup-
stað.
Hún var fædd á Blálandi i Vindhælishreppi 14. september 1920.
Voru foreldrar hennar Björn Þorleifsson bóndi síðar verslunarmaður í
Höfðakaupstað og kona hans Vilhelmína Andrésdóttir.
Sigríður flutti með foreldrum sínum og systkinum út í Höfðakaup-
stað 1926 og bjuggu foreldrar hennar lengst af í Ásgarði. Sigríður fór
snemma að vinna eins og allra er bjargræðisvegur þá og nú.
Var hún myndarleg stúlka vel látin, lík móður sinni, hlédræg, en í
góðu vinfengi við það fólk er hún batt tryggðir við. Sigríður Björns-
dóttir stofnaði heimili með Hrólfi Jakobssyni frá Þverá í Vesturhópi
árið 1942.
Hann stundaði sjó varð síðar frystihússtjóri og er nú verslunar-
maður við kaupfélagið og er vel látinn maður.
Þau Hrólfur og Sigríður eignuðust eina dóttur barna, Sylvíu bú-
setta hér í bæ, gifta Pétri Eggertssyni vélstjóra.
Þau Sigríður og Hrólfur bjuggu ávallt í Höfðakaupstað, fyrst í
Ásgarði og síðan Goðhól og lengst af í Sóllundi er þau eignuðust.
Sigríður var kona heimilisrækin og þrifin, hög í höndum saumaði út
og prýddi heimilið, ljóðelsk og hafði yndi af söng. Heimili þeirra hjóna
Sigríðar og Hrólfs var friðsælt og gott þangað að koma og ræða við
húsbændurna.
Þau hjón höfðu þá siðvenju að ganga sér til hressingar á kvöldin upp
Spákonufellsbraut. Engum mætti ég oftar við slíka göngu en þeim
hjónum, við að njóta kvöldkyrrðarinnar og hins fagra landslags er
Drottinn hefur gefið oss hér.
Hún var jarðsett að Spákonufelli 25. júní 1979.
Elísabet Guðríður Hafliðadóttir. Þann 25. september 1979 andaðist á
Héraðshælinu á Blönduósi, Elísabet Guðríður Hafliðadóttir, búsett á
Brúarlandi á Blönduósi.
Hún var fædd 5. ágúst 1903 á Neðra-Núpi í Miðfirði V.-Hún. Voru
foreldrar hennar Hafliði Jónasson bóndi og kona hans Ingibjörg
Guðmundsdóttir. Voru önnur börn þeirra hjóna Salómon og Ragn-
hildur sem eru búsett í Reykjavik.
Elísabet var yngst sinna systkina. Er hún var eins árs gömul missti
\