Húnavaka - 01.05.1980, Page 156
154
HÚNAVAKA
stöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau allt til vorsins 1949, en þá fluttu
þau til Blönduóss. Reistu þau þar húsið Húnabraut 7, þar sem hann
bjó til dauðadags.
Eignuðust þau hjón 4 börn en þau eru: Þórunn, starfsstúlka á
pósthúsinu á Blönduósi. Hún var gift Ara Hermannssyni, banka-
gjaldkera, en hann lést 1973. Kristján, starfsmaður hjá Pólarprjón,
Pétur Arnar, deildarstjóri við Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi,
kvæntur Helgu Lóu Pétursdóttur úr Reykjavík, og Guðrún Soffia,
búsett á Skagaströnd, en maður hennar er Guðjón Guðjónsson sjó-
maður. Auk þess eignaðist Pétur son, Pálma, bifreiðarstjóra í Reykja-
vík. Hann er elstur barna Péturs, kvæntur Birnu Björgvinsdóttur.
Einnig tóku þau hjón einn uppeldisson, er var bróðursonur og nafni
Péturs. Hann er sjómaður í Reykjavík. Ólst hann upp hjá þeim frá
tveggja til 16 ára aldurs.
Árið 1949 gerðist Pétur starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga og
vann þar um 12 ára skeið. Síðan vann hann ýmis störf, einkum hjá
Vegagerð ríkisins og sýslusjóði m.a. við sýsluskjalasafn A.-Húna-
vatnssýslu, en hann lagði mikla rækt við það. Haustið 1977 hóf hann
skrifstofustörf hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Blönduósi og starfaði
þar til dauðadags.
Pétur var mikill félagshyggjumaður og voru honum þvi falin ýmis
störf í þágu félagsmála.
Hann sat í hreppsnefnd Blönduóshrepps á árunum 1952-1960.
Formaður Verkalýðsfélags A.-Húnvetninga 1966-1976. Atti hlut að
stofnun Verslunarfélags Húnvetninga og var fyrsti formaður þess. Sat
um skeið í atvinnumálanefnd og var fulltrúi við samningagerðir í
vinnudeilum. Vann mikið að bókasafnsmálum og sat í stjórn bóka-
safnsins, svo og i stjórn búnaðarfélags sveitar sinnar á búskaparárum
sínum. Auk margra annarra trúnaðarstarfa, er hann gegndi í þágu
almannaheilla fyrir byggðarlag sitt og samfélag.
En umfram allt átti hann rætur í landinu sjálfu. Hugur hans var
löngum bundinn æskustöðvunum, dalnum fagra og grösuga, er hon-
um var svo kær. Hann unni frjálsræði sveitalífsins, þar sem löngum
var stigið á bak góðum gæðingi og sprett úr spori mót hækkandi sól.
Hann var gæddur ríkum eiginleikum, er einkennt hafði þá frændur
marga þar sem saman fara hestamennska og hagmælska. Honum lék
hrynjandi orðs og ríms auðveldlega á tungu, enda þótt hann flíkaði
þessari gáfu sinni eigi, sem er og háttur margra góðra hagyrðinga fyrr