Húnavaka - 01.05.1980, Side 157
HÚNAVAKA
155
og síðar. Vísur hans báru vott um tilfinningu fyrir fegurð og yndi
lands.
Pétur Pétursson var ötull og góður starfsmaður, félagslyndur og
ágætur starfsfélagi, er ávallt var reiðubúinn til að leggja góðu málefni
lið og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann vann hylli allra þeirra
er kynntust honum náið, sakir fjölhæfra gáfna og víðtækrar þekkingar
m.a. á bókmenntasviðinu. Hann var sannur hugsjónamaður er vildi
jafnan bæta og treysta hag þeirra er höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu.
Útför hans fór fram frá Blönduóskirkju, 20. janúar.
Þuríður Einarsdóttir, fyrrum húsmóðir á Blönduósi, andaðist á
Héraðshælinu 24. janúar. Hún var fædd 1. júní 1896 að Litlu-Giljá í
Þingi. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Einarsson, Einarssonar,
Andréssonar í Bólu og Margrét Þorsteinsdóttir frá Ási í Kelduhverfi í
N.-Þingeyjarsýslu.
Um aldamótin síðustu fluttu foreldrar hennar, að Einarsnesi á
Blönduósi, þar sem hún ólst upp við öll algeng störf unglinga á þeim
tíma, þar sem vinnusemi og skyldurækni sátu í fyrirrúmi.
Systkini hennar voru 6 og eru þau öll látin nema Margrét, sem
búsett er í Reykjavík.
Þann 4. október 1918 gekk hún að eiga Þorlák Jakobsson frá Þverá í
Vesturhópi. Reistu þau heimili á Mosfelli á Blönduósi. Síðar fluttu
þau að Sandgerði á Blönduósi, þar sem þau bjuggu lengst af eða til
ársins 1947. Stundaði maður hennar jafnan verslunarstörf m.a. hjá
Höepfnersverslun og verslun Einars Thorsteinsson. Siðar vann hann
um langt skeið hjá Kaupfélagi Húnvetninga við afgreiðslustörf. Síð-
ustu ár ævi sinnar vann hann hjá sonum sínum í Vísi meðan heilsa og
kraftar entust.
Eignuðust þau hjón 6 sonu, en þeir eru: Þorvaldur vélsmiður,
kvæntur Jenný Kjartansdóttur. Pétur bifvélavirki, kvæntur Kristínu
Jóhannesdóttur. Einar verslunarstjóri, kvæntur Arndísi Þorvalds-
dóttur og Sigurbjörn vélvirki, kvæntur Margréti Jóhannesdóttur og
eru þeir allir búsettir á Blönduósi. Tvo sonu sína misstu þau á barns-
aldri.
Vorið 1929, fluttu þau til Siglufjarðar, þar sem atvinnuhorfur voru
litlar og erfitt að sjá stórri fjölskyldu farboða, enda heimskreppan
mikla skollin á. Vann Þorlákur þar sumarlangt á síldarplani. Eigi varð