Húnavaka - 01.05.1980, Qupperneq 158
156
HÚNAVAKA
dvöl þeirra lengri þar, en þau fluttu þá um haustið aftur til Blönduóss,
þar sem allar atvinnuhorfur höfðu þá brostið á Siglufirði.
Bjuggu þau síðan á Blönduósi allt til dauðadags.
Eftir árið 1970 fóru þau hjón á Héraðshælið, þar sem maður hennar
lést í hárri elli árið 1976.
Með Þuríði Einarsdóttur hvarf á braut fulltrúi eldri kynslóðarinnar,
sem við erfið kjör fyrri áratuga þessarar aldar hófst til bjargálna með
dugnaði og ráðdeild og átti því mikinn þátt í því að ryðja brautina til
þeirrar velmegunar er nú er með þjóð vorri í dag.
Kynslóðin, sem horfði með bjartsýni fram á veginn, fann hjá sér
hvöt til þess að vinna landi og þjóð allt er hún mátti.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju, 3. febrúar.
Sólveig Erlendsdóttir frá Reykjum, andaðist 16. febrúar á Héraðshæl-
inu. Hún var fædd 22. október aldamótaárið 1900 að Beinakeldu.
Foreldrar hennar voru Erlendur Eysteinsson, bóndi þar, ættaður frá
Orrastöðum og kona hans Ástríður Helga Sigurðardóttir frá Hindis-
vík á Vatnsnesi, en hún var föðursystir bræðranna sr. Sigurðar og
Jóhannesar Norland í Hindisvík.
Sólveig var yngst systkina sinna, sem öll eru látin, nema Sigurður
bóndi á Stóru-Giljá og Lárus, sem búsettur er í Ameríku.
Eins árs gömul missti hún föður sinn, en eftir lát hans bjó móðir
hennar, ásamt börnum sínum, áfram að Beinakeldu, allt til ársins
1910, er Sólveig flytur ásamt móður sinni að Stóru-Giljá, en þar dvaldi
hún lengst af næstu árin. Þó mun hún hafa farið á hússtjórnarnám-
skeið vetrarpart til Reykjavíkur.
Árið 1929 gekk hún að að eiga Pál Kristjánsson, Sigurðssonar bónda
á Reykjum á Reykjabraut, en móðir Páls var Ingibjörg Pálsdóttir frá
Akri. Hófu þau búskap þá um vorið á Reykjum og bjuggu þar ágætu
búi allt til ársins 1974, er Páll lést.
Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en tóku kjörbarn Kristján en
hann er búsettur í Keflavík. Síðustu ár æfi sinnar var Sólveig lengst af
sjúklingur á Héraðshælinu á Blönduósi og lést þar eftir langvarandi
sjúkleika, tæplega áttræð að aldri.
Eins og þeir sem gerst þekktu, ann Sólveig starfsömu lífi húsfreyj-
unnar. Jörðin var stór, maður hennar mikill og góður fjárbóndi, hún
dugleg og þróttmikil og sístarfandi, enda útheimti búskapurinn mikla
\