Húnavaka - 01.05.1980, Síða 159
HÚNAVAKA
157
vinnu, eigi síst miðað við þeirra tíma aðstæður. Sólveig á Reykjum
bar mikinn persónuleika eins og mörg systkini hennar. Hún var hóg-
vær og af hjarta lítillát. Hér eiga því vel við orðin. „Sælir eru hógværir,
því að þeir munu landið erfa“.
Útför hennar fór fram frá Þingeyrakirkju, 24. febrúar.
Vigdís Björnsdóttir, fyrrum kennari, andaðist 14. mars á Héraðshæl-
inu. Hún varfædd 21.ágúst 1896 að Skárastöðum í Miðfjarðardölum.
Foreldrar hennar voru Björn Eysteinsson bóndi þar, einn sérstæðasti
Húnvetningur sinnar samtíðar og Helga Sigurgeirsdóttir. Vigdís var
með yngstu börnum Björns og Helgu, og er nú aðeins eitt þeirra
alsystkina á lífi, Lárus bóndi í Grimstungu.
í byrjun búskapar síns voru foreldrar hennar við lítil efni og var
henni því komið fyrir til fósturs viku gamalli, til hjónanna Margrétar
Jónsdóttur og Guðmundar Sigmundssonar að Litlu-Þverá í Vestur-
árdal.
Tveim árum síðar, er efni og ráð foreldra hennar jukust, fór hún
aftur til þeirra, þar sem þau bjuggu að Króki í Víðidal. Vorið 1899
fluttu foreldrar hennar að Grímstungu, þar sem þau bjuggu um skeið.
En haustið 1906 lést móðir hennar. Var Vigdís þá 10 ára gömul og
varð henni þungur móðurmissirinn. Arið 1910 flutti Björn að Orra-
stöðum á Ásum. Með honum fóru 3 börn hans, Sigurgeir, Eysteinn og
Vigdis. Vann hún þar að búi föður síns, þar til hún hvarf að heiman
árið eftir, þá 15 ára gömul. Eftir það dvaldi hún fyrst einn vetur hjá
föðursystur sinni að Auðunarstöðum í Víðidal.
Árið 1912 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og útskrifaðist
þaðan vorið 1914. Þá um haustið innritaðist hún í Kennaraskólann í
Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1917.
Veturinn eftir að skólanámi lauk, var hún heimiliskennari á
Björnólfsstöðum í Langadal, síðar þann sama vetur farkennari í
Torfalækjarhreppi. Næstu þrjá vetur stundaði hún farkennslu í
Engihlíðarhreppi, en að þeim tíma liðnum hætti hún kennslu vegna
lasleika. Árið 1921 tók hún aftur til við kennslu en þá var hún
heimiliskennari á Helgavatni í Vatnsdal.
Þann 24. maí 1922 gekk hún að eiga Eirík Halldórsson frá Kárahlíð
á Laxárdal fremri. Hófu þau búskap sinn á hálfri jörðinni Hólabaki þá
um vorið og bjuggu þar um tveggja ára skeið. Þá fluttu þau að