Húnavaka - 01.05.1980, Side 160
158
HÚNAVAKA
Hamrakoti á Ásum og bjuggu þar eitt ár. Síðar í Meðalheimi og á
Hæli.
Þá bauðst Vigdísi farkennsla í Sveinsstaðahreppi og fluttu þau hjón
þá aftur að Hólabaki, þar sem þau bjuggu um 8 ára skeið. Stundaði
Vigdís farkennsluna jafnhliða búskapnum. En árið 1937 fluttu þau
hjón í Skólahúsið hjá Sveinsstöðum, þar sem Vigdís varð kennari og
var þar heimili þeirra næstu 16 árin eða til ársins 1953. Höfðu þau þar
jafnframt nokkurn búskap.
Ekkert starf hefði Vigdís getað hugsað sér betra en kennsluna, er
hún hafði ung að árum valið sér að æfistarfi, en hún kenndi um 30 ára
skeið við skólann í Sveinsstaðahreppi. Er hún lét af störfum þar, fluttu
þau hjón til Blönduóss, og áttu þar heimili til dauðadags.
Eignuðust þau hjón tvö börn: Ingibjörgu Theódóru er lést á barns-
aldri og Björn bifvélavirkja á Blönduósi, en kona hans er Alda Theó-
dórsdóttir. I skjóli sonar síns og konu hans bjó Vigdís síðustu ár æfi
sinnar.
Mann sinn Eirík missti hún 1971. Um nokkur ár eftir að Vigdís
flutti til Blönduóss, tók hún að sér smábarnakennslu meðan heilsa og
kraftar entust. Er yfir lauk, var starfsdagur hennar orðinn langur, en
hún mun hafa haft kennslu á hendi meir en hálfrar aldar skeið eða alls
53 ár.
Vigdís var félagslynd og vegna hæfileika hennar voru henni falin
trúnaðarstörf á vegum Samtaka Norðlenskra Kvenna. Hún starfaði
um áratugi í Kvenfélagi Sveinsstaðahrepps. Sat í stjórn Sambands
Norðlenskra Kvenna og var gjaldkeri sambandsins um skeið. Og síðar
er hún flutti til Blönduóss var hún félagi í kvenfélaginu Vöku og var
kjörinn heiðursfélagi þess 1978. Um árabil gegndi hún störfum
endurskoðanda Sambands Húnvetnskra Kvenna og sat marga fundi á
þess vegum, á sambandsþingum norðlenskra kvenna.
I október 1976 fór hún á Héraðshælið, þar sem hún átti við mikla
vanheilsu að stríða, en hún lést þar 82 ára að aldri.
Með Vigdísi Björnsdóttur er genginn sterkur persónuleiki, eins og
margir afkomendur Björns Eysteinssonar eru gæddir.
Hún var trú lífsköllun sinni. Hún hlaut að fararefnum úr heima-
húsum það ljós, er hún á langri starfsæfi vildi lýsa öðrum með. Það ljós
trúar og kærleika, sem er mestur eins og postulinn orðaði það. Það
mátti því segja um hana. „Að þar sem góðir menn fara þar eru Guðs
vegir“. Með þessu ljósi vildi hún lýsa nemendum sínum veg trúar-