Húnavaka - 01.05.1980, Side 161
HÚNAVAKA
159
innar, þann veg sem svo margir glata í harðri og óvæginni lífsbaráttu
og finna eigi aftur. Það má því segja um hana eins og sagt var um
merkan Norðlending, að hún hefði með starfi sínu þráð heitast alla
æfi, að leggja líf sitt fram, sem Guði þóknanlega fórn til blessunar og
heilla nemendum sínum.
Utför hennar fór fram frá Blönduóskirkju 24. mars.
Guðrún Sigurðardóttir frá Holtastaðakoti, andaðist 9. maí á Héraðs-
hælinu. Hún var fædd 10. október 1882 að Hamri á Bakásum í
Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hennar Guðný Guðmundsdóttir og
Sigurður Guðmundsson.
Ungri að aldri var henni komið til fósturs til hjónanna Eggerts
Eggertssonar og Halldóru Runólfsdóttur er þá bjuggu í Vatnahverfi í
Engihlíðarhreppi, en hjá þeim ólst hún upp.
Dvaldi hún þar fram á fullorðinsár og vann að búi fósturforeldra
sinna, alla algenga sveitavinnu, eins og títt var um unglinga á þeim
tímum. Með henni ólust upp þrjú fóstursystkini, er síðar bjuggu fé-
lagsbúi í Vatnahverfi.
Nokkru eftir tvítugsaldur fór hún vistráðin að Stóradal í Svína-
vatnshreppi. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Karli Jónssyni frá
Gunnfríðarstöðum, en þau gengu saman í hjónaband árið 1906.
Fyrstu árin voru þau i húsmennsku í Vatnsdal, m.a. í Þórormstungu
og að Hofi. Síðar bjuggu þau á ýmsum stöðum í héraðinu, lengst af á
Gunnfríðarstöðum og Holtastaðakoti, en við þann bæ var hún oftast
kennd.
Arið 1946 brugðu þau hjón búi, og fóru í húsmennsku að Björn-
ólfsstöðum í Langadal, en þar lést maður hennar í júní 1950. Eftir lát
hans dvaldi Guðrún nokkur ár að Björnólfsstöðum, uns hún flutti að
Sléttu á Blönduósi til Önnu dóttur sinnar.
Eignuðust þau hjón 10 börn og eru 9 þeirra á lífi en þau eru:
Halldóra, ekkja búsett í Reykjavík. Hún var áður gift Guðmundi
Halldórssyni, en síðari maður hennar var Ragnar Jóhannesson. Anna,
ekkja á Blönduósi en maður hennar var Ellert Bergsson, ættaður
héðan úr Húnaþingi. Katrín er lést á unga aldri. Jón skrifstofumaður
við Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi. Herdís, búsett í Reykjavík.
Fyrri maður hennar var Sigurhjörtur Pétursson, en hún er nú gift
Guðna Skúlasyni bifreiðarstjóra í Reykjavík. Björn verkstjóri í Eyjar-