Húnavaka - 01.05.1980, Page 162
160
HÚNAVAKA
koti en hann er kvæntur Helgu Daníelsdóttur. Ingibjörg ekkja á
Blönduósi en maður hennar var Guðmundur Jakobsson, er lést á s.l.
ári. Hún var alin upp í Vatnahverfi. Guðni afgreiðslumaður í
Þorlákshöfn, en eiginkona hans er Helga Þorsteinsdóttir. Jón Pálmi
bifreiðarstjóri búsettur á Akureyri, kvæntur Elsu Halldórsdóttur og
Júlíus bifreiðarstjóri á Blönduósi, kvæntur Rögnu Kristjánsdóttur.
Árið 1963 gerðist Guðrún vistkona á Ellideild Héraðshælisins á
Blönduósi en hún lést þar 96 ára að aldri.
Með Guðrúnu er horfin á braut góð og merk kona, trú lífsköllun
sinni. Hún vann meðan dagur var, „því nóttin kemur þá enginn getur
unnið“. Heimili hennar og börnin mörgu voru henni allt. Hún vann
kyrlátt starf húsmóðurinnar, sem svo oft fer lítið fyrir og er því ekki
þakkað að verðleikum, því þar var allt lagt af mörkum til velferðar
barnanna.
Útför hennar fór fram frá Blönduóskirkju, 20. maí en jarðsett var á
Holtastöðum.
Þórunn Björnsdóttir frá Miðhópi, andaðist 20. maí á Héraðshælinu.
Hún var fædd 18. september 1891 að Holti á Ásum. Foreldrar hennar
voru hjónin Björn Kristófersson frá Stóra-Fjalli í Borgarfirði og Ingi-
björg Þorvarðardóttir er ættuð var úr Víðidal.
Þórunn var annað barn þeirra hjóna en alsystkini hennar voru 3 og
er Lárus einn þeirra á lífi.
Þriggja ára að aldri missti hún móður sína. Varð móðurmissirinn
þeim systkinunum ungu þungbær, en þá kom til hjálpar Steinunn
síðar húsfreyja á Harastöðum í Vesturhópi, er annaðist börnin af
mikilli fórnfýsi um nokkurt skeið.
Nokkru síðar kvæntist faðir hennar Sigríði Bjarnadóttur frá Flatey
á Breiðafirði og eignuðust þau hjón 5 börn. Ólst Þórunn því upp í
stórum systkinahópi og vandist öllum algengum sveitastörfum í æsku
sinni. Eftir 10 ára veru í Holti fluttist hún að Sauðanesi, þar sem
faðir hennar bjó í 4 ár, en árið 1906 fluttust þau að Miðhópi, en þar
bjuggu þau um eins árs skeið.
Árið eftir eða 1907 flutti faðir hennar að Hnausum, en hún varð
eftir í Víðidalnum, sem átti eftir að verða heimkynni hennar nær alla
æfi. Réðist hún þá vinnukona að Gröf til hjónanna Rósu Stefáns-
dóttur og Jóns Bjarnasonar. Var Rósa henni, sem besta móðir, naut