Húnavaka - 01.05.1980, Síða 163
HÚNAVAKA
161
hún m.a. tilsagnar hennar í hússtjórnarstörfum. Dvaldi hún þar til
haustsins 1910, er hún hélt til Reykjavíkur til frekara náms. Réðist
hún þar á klæðskeraverkstæði, en minna varð úr námi en skyldi, þar
sem hún veiktist af taugaveiki og hvarf því heim þá um vorið. Gekk
hún að eiga Sturlu Jónsson, er ættaður var úr Breiðafirði, en hann bjó
þá með foreldrum sínum í Miðhópi. Festu þau kaup á jörðinni, er áður
hafði verið landssjóðsjörð og tóku við búsforráðum. Eignuðust þau
eina dóttur barna Herdísi Ingibjörgu, er dvelur nú í Miðhópi, en hún
var áður húsfreyja á Sólbakka í Víðidal. Árið 1915 tók Sturla sjúkdóm
þann er leiddi hann til dauða, en hann andaðist í desember 1916 eftir
þunga legu.
En árið eftir réðst Lárus bróðir hennar til hennar og stóð hann fyrir
búi með henni í eitt ár.
Vorið 1918 verða þáttaskil í lífi Þórunnar en þá réðist til hennar
ráðsmaður, Björn Þorsteinsson, er var Miðfirðingur að ætt, en alinn
upp í Vatnsdal. Var hann annálaður fyrir trúmennsku sína og sam-
viskusemi. Vorið 1922 gengu þau Þórunn saman í hjónaband. Þau
hjón unnu mjög jörð sinni, bættu hana með byggingum og jarðabót-
um.
Árið 1939 byggðu þau íbúðarhús og næstu árin var unnið að
áframhaldandi byggingum og jarðabótum. Seinni mann sinn Björn
missti Þórunn í júlí 1953 eftir langa legu. Var hann jarðsettur í
heimagrafreit í Miðhópi, er þau hjón höfðu látið gera sér.
Eignuðust þau 2 börn, en þau eru: Björn Kristófer, kvæntur Unni
Þórðardóttur, en þau eru búsett í Hafnarfirði og Margrét, húsmóðir í
Köldukinn, gift Jóni E. Kristjánssyni, bónda þar. Einnig tóku þau
nokkur fósturbörn ma. Ingibjörgu Júlíusdóttur, sem er systurdóttir
Þórunnar, svo og Finnboga Júlíusson, er dvaldi þar um 13 ára skeið.
Einnig ólust upp hjá þeim hjónum þrjú systkini, Njáll, Anna og
Reynir.
Var heimili þeirra því jafnan mjög mannmargt, því að ótalin eru
gamalmennin, sem þar voru, bæði skyld og vandalaus.
Eftir lát manns síns fluttist Þórunn til Margrétar dóttur sinnar í
Köldukinn, þar sem hún dvaldi í skjóli hennar og manns hennar allt
þar til heilsa og kraftar tóku að bila, en síðustu 6 árin, dvaldi hún
lengst af á Héraðshælinu á Blönduósi, þar sem hún lést 87 ára að aldri.
Þórunn Björnsdóttir var mikilhæf og merk kona. Hún var starfssöm
og trú. Féll henni aldrei verk úr hendi. Hún helgaði sig heimili sinu,
u